14.12.2010 | 23:26
Fjárhagsaðstoð ekki lækkuð við forstjórana 75.
Samkvæmt áætluninni verður fjárhagsaðstoð við forstjórana 75 hjá Reykjavíkurborg ekki skert um neitt og fá þeir því áfram um eina og hálfa milljón á mánuði nettó. Að auki bíl og þá mun borgin að einhverju leyti greiða fyrir einkaneyslu þeirra og kosta þá í fríið.
Þetta kostar varnarlausa skattgreiðendur í Reykjavík tæpan einn og hálfan milljarð á ári. Þeir sem fá minna í staðinn eru börn á leikskólum og Reykvíkingar undir fátæktarmörkum. Sorglegt að Besti flokkurinn skuli ekki hafa náð að lækka kaupið þó ekki væri nema um helming já eða bara reka þá eða til hvers þarf Reykjavíkurborg 75 forstjóra ?
Þá eru áfram inni liðir eins og ráðgjafagreiðslur til vina og skyldmenna framkvæmdastjóranna. Alltaf fá skattgreiðendur minna og minna fyrir skattana sína og ef fram heldur sem horfir þá verður ekki nema tíundi partur af sköttunum notaður í verkefnin. Hitt fer í milliliðina.
Gjaldskrár tekjutengdar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.