1.12.2010 | 16:23
Óreiðumenn lífeyrissjóðanna.
Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa valdið miklu tjóni en peningar lífeyrissjóðanna voru notaðir til að kaupa bólubréf af félögum þar sem börn stjórnendanna voru í '' stjórnendateyminu''. Ef það voru ekki börnin þá voru það eiginkonurnar. Þetta ábyrgðarlausa brask kostaði lífeyrissjóðina 800 milljarða og samt sitja stjórnendurnir á fundi með Gosa í Fjármálaráðuneytinu og telja sjóðina ekki hafa efni á neinu. Gott og vel en það er engin hemja að þeir skuli enn vera að stýra sjóðunum eiginlega bara einn stjórnandi sem er nýr hjá sjóðunum. Það verður að koma þessum forsvarsmönnum í alvöru tugthús, þeir eiga ekkert erindi í gamla tugthúsið við Lækjartorg. Þeir vita hins vegar sem er að hinn gamli siðblindi Gosi í fjármálaráðuneytinu er þeirra maður.
Ræða við FME um heimildir sjóðanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lífeyrissjóðirnir eru alls ekki til að greiða lífeyri til þeirra, sem hafa verið skattlagðir upp undir tuttugu prósent af tekjum sínum í þá. Það er búið að eyða þessum aurum í gæludýr Samtaka atvinnulífsins. Það fer ekki milli mála hverjir stjórna sjóðunum. Forsvarsmaður þeirra er Arnar Sigurmundsson, einn af helstu fulltrúum atvinnurekenda og stjórnarformenn allra lífeyrissjóða annarra en ríkisstarfsmanna eru skipaðir af SA. Er þetta í lagi, gott fólk? Eru þessir aðilar heppilegir til að fara með stóran hluta af launatekjum okkar, sem þeir eru þegar búnir að greiða að nafninu til allavega? Getum við unað við þennan andskota mikið lengur?
Erdogan (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.