22.11.2010 | 19:04
Betra að veifa röngu en öngvu.
Upp hefur komist um heimildarlausar greiðslur Steingríms Jóhanns Sigfússonar til hjóna í Aðaldal. Að vísu skilur maður núna hvað hann á við þegar hann segir að ríkið hafi ekki efni á að styrkja heimilin í landinu með greiðslum á skuldum þeirra. Hann hefur haldið að heimilin í landinu vildu öll svipaða upphæð úr kassanum og vinir hans og kunningjar hafa fengið frá því hann komst til valda.
Steingrímur er auðvitað forhertur stjórnmálamaður af gamla vonda spillta skólanum og VG liðar yrði menn af meiri ef þeir hefðu vit á að samdauna sig ekki honum. Þeir eiga að parkera honum út úr stjórninni því greinilega er hér á ferðinni forhertur gripdeildarmaður sem vílar ekki fyrir sér að láta greipar sópa um ríkissjóð fyrir sjálfan sig og vini sína.
Það er auðvitað lögbrot sem hann hefur gerst sekur um og maður furðar sig á því af hverju Efnahagsbrotadeildin er ekki þegar að gera húsrannsókn í Fjármálaráðuneytinu.
Svo kennir hann manninum um sem gerði ekkert nema fara að lögum.
Fékk aðgang samkvæmt upplýsingalögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.