29.10.2010 | 21:23
Björgum sveitarfélögunum.
Almenningur borgar mikla peninga í skatta til sveitarfélaganna. Forystudólgar þeirra eru hins vegar þekktir óreiðumenn og ráða ekki neitt við neitt. Þegar svo sveitarfélögin þurfa að standa við réttindi sem borgurunum eru tryggð skv. lögum þá skíta þau á sig. Þá er gott fyrir forystudólgana að eiga hauk í horni í gömlum óreiðumanni sem einu sinni var sveitarstjóradólgur á Akranesi en hefur nú verið kosinn á þing af því hann var leikaramyndin sem kjósendur þekktu. Ekki nóg með það þá er gamli sveitarstjóradólgurinn orðinn að félagsmálaráðherra. Þá er gott að geta látið hann moka peningum launþega úr ríkissjóði svo þeir geti greitt sínar eigin atvinnuleysisbætur. Er þetta ekki dæmalaust 2007 hagkerfi ?
Ástæðan fyrir þessum hugmyndum ráðherrans er ekki að hann vilji standa við réttindi sem launafólki og borgurum ber skv. lögum heldur til að bjarga örþreyttum og spilltum sveitarstjóradólgunum frá því að þurfa að skila borgurunum skattpeningunum. Allt til að tryggja velferð hinna ábyrgðarlausu sveitarstjóradólga.
Lengri bótatími kostar milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gutti lofaði þjóðinni frjálsum Handfæra Veiðum, sem mundu leysa atvinnu og fátæktar vanda
Íslendinga, óefnt er það enn!
Aðalsteinn Agnarsson, 30.10.2010 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.