27.10.2010 | 20:28
Peningaþvottur.
Hraðbraut er dæmi um hina íslensku frjálshyggju en þar er '' duglegum'' vini flokksins gefið færi á '' einkarekstri'' sem þýðir að hann fær að vera á beit í ríkissjóði undir því yfirskyni að verið sé að reka '' einka''skóla. Hagnaðurinn er svo fluttur úr landi og keypt fyrir hann m.a. sumarhús í Flórída. Svo eru aðstandendur og '' eigendur'' Hraðbrautar kallaðir duglegir menn. Á meðan prentuðu þeir bara peninga í samvinnu við Menntamálaráðuneytið. Ef þá vantaði pening þá fölsuðu þeir bara nemendafjöldann. Þegar svo allt komst upp þá voru þeir ekki kærðir til Lögreglu heldur leyft að halda fram samningi um '' sakleysi'' sitt. Af hverju fær Lalli Jóhns ekki sömu þjónustu og sömu afgreiðslu ?.
Af hverju fá dæmdir þjófar ekki bara samning við Menntamálaráðuneytið um framlög frá ráðuneytinu ? Með því væri hægt að útrýma þjófnaðarbrotum úr samfélaginu.
Stendur við útreikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér stendur bara til kvenna....
Bögu Bósi (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 21:24
Ætli Tiger Woods sé ekki enn hugsi yfir því, að nágranni sinn sé starfsmaður
skóla með 110 nemendur ? Auk þess virðist starfsmaðurinn ekki þurfa að
mæta í vinnuna ! Þetta er ekki framlög til skólamála heldur þjófnaður ! Djöf.viðbjóður......
Hilmar Þ (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 23:20
Er þetta bara ekki enn eitt dæmið um það þegar hinn gjörspillti Sjálfstæðisflokkur er að moka skattpeningum almennings í vasa flokksgæðings? Það held ég að sé alveg augljóst.
Guðmundur Pétursson, 28.10.2010 kl. 01:34
Kostar ekki 2 ára stúdentsnám (þótt tekið hjá Hraðbraut) mun minna fyrir ríkið en 4 ára nám í ríkisskólunum?
Palli (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.