24.10.2010 | 21:41
Græðgin einkavinavædd.
Lánasjóðurinn er ein af þessum ríkisstofnunum sem vinnur eins og forhertur banki. Þó að hugsunin sé upphaflega að tryggja fólki lán til náms þannig að jafnrétti sé tryggt. Hinsvegar eru reglur hans þannig að ef að tekjurnar eru háar þá sendir hann sjálfvirkt greiðsluseðla um tekjutengda afborgunarhlutann. Ef að tekjurnar eru lágar ÞÁ EIGA MENN RÉTT Á UNDANÞÁGU FRÁ FASTRI AFBORGUN en ÞURFA AÐ SÆKJA UM ÞAÐ. Réttindi sjóðsins eru tryggð sjálfkrafa en réttindi skuldara gerast ekki sjálfkrafa. Sama gildir um þá sem stunda nám en þeir eiga rétt að að lán þeirra séu ekki innheimt á meðan. Þeir þurfa hinsvegar að sækja um það og innan tiltekins tímafrests. Geri þeir það ekki þá eru lánin send í innheimtu til manns sem einu sinni var tengasonur menntamálaráðherra og varð sem slíkur formaður stjórnar LÍN. Í því hlutverki tryggði hann sér að innheimta lán í vanskilum fyrir sjóðinn.
Þannig tryggði hann sér veglegan heimanmund til lögmannsstofu sinnar við opnun á henni. Er sjálfur efins um að opinberu fyrirtæki sé heimilt að innheimta lánin með slíkum hætti en LÍN og lögmaðurinn pæla ekkert í því. Þá virðist mér að ekkert sé því til fyrirstöðu að LÍN sjálft annist þessa innheimtu enda aðallega um að ræða útkeyrslu á tölvubréfum. Menntamálanefnd þarf auðvitað að breyta rekstri og lögum um LÍN þannig að hann verði aftur rekinn sem sjóður í almannaþágu en ekki svipa til styrktar lögfræðingum sem einu sinni áttu tengdaföður sem var menntamálaráðherra.
Það er raunar umhugsunarefni að ekkert eftirlit skuli vera með því hvort opinberir sjóðir og stofnanir fari að lögum. Engin lögregla virðist geta stöðvað opinberar stofnanir sem brjóta lög.
Gat ekki samið við LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.