11.10.2010 | 20:42
Tvískinnungur
Þessi kona hafði engan áhuga á spítalanum þegar Guðlaugur Þór vildi loka honum og koma starfsemi hans til Róberts Wessmans í Skuldanesbæ. Allt í einu núna virðist sem að hún hafi áhuga á spítalanum. Það kemur þó ekki endilega fram því hún vill bara fund og kannski vill hún bara láta loka spítalanum sem fyrst.
Þorgerður Katrín óskar eftir fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eðlilegt að Þorgerður reyni allt til þess að draga athyglina frá þeim styrkjaskandal sem hún var á kafi í.
Ótrúlegt hvernig konan finnur sig í því að láta sjá sig á þingi ( eftir 3 mán afsögn )
hilmar jónsson, 11.10.2010 kl. 20:49
Sýndar og tækifærismennskan holdi klædd.
Best væri nú ef hún léti sig hverfa þessi styrkþegi.
Hamarinn, 11.10.2010 kl. 20:55
Hún er þingmaður og er að sinna sínu starfi. Hefur hún brotið lög? Þá kæra menn hana. Að öðrum kosti verða menn að gera upp við hana í næstu kosningum.
Það er stór spítali í 20 mínútna fjarlægð. Er ekki víða um land meiri nauðsyn á að verja sjúkrahús en hér á höfuðborgarsvæðinu? Þar fyrir utan eru meiri möguleikar á að finna aðra atvinnu.Villi (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 21:09
Það heyrðist ekki múkk í Þorgerði hérna um árið þegar flokksbróðir hennar Guðlaugur Þór ætlaði að rústa St. Jósefsspítala, nú sjá allir hverkonar manneskja þetta er.
Skarfurinn, 11.10.2010 kl. 21:19
Getur Þorgerður Katrín ekki afskrifað skuldie Sánkti Jó?
Njörður Helgason, 11.10.2010 kl. 21:39
Þið eruð stórkostleg -í fyrsta lagi var konan kosin í lýðræðislegu prófkjöri - síðan í lýðræðislegum Alþingiskosningum - hún er ekki borin sökum í Rannsóknarskýrslu Alþingis né í skýrslu þingmannanedndarinnar.
Þið viljið hafna lýðræðinu með kröfu ykkar um að hún "fari" -
Þorgerður eins og allir viti bornir þingmenn er á móti þeim gífurlega niðurskurði sem fyrirhugaður er -
Þorgerður er fullgildur þingmaður - það er hinsvegar eðlilegt að þið óttist hana hún hefur hæfileika langt umfram meginþorra þingmanna stjórnarinnar -
og er í betri tengslum við fólkið en sá hópur virðist vera.
Hatur Hilmars á konunni gerir hann hinsvegar ómarktækann í öllu sem að henni snýr.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.10.2010 kl. 10:58
Er ekki yfirbullari sjallanna mættur að verja kerlingarálftina eins og venjulega.
ÓlafurÞessi færsla þín er í besta falli brosleg.
Hamarinn, 12.10.2010 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.