Innbyrðis ósamræmi

Þetta eru ansi skrítnar niðurstöður en jafnframt kemur fram að flestir vilja fá hjálp. Svörin benda frekar til þess að þetta fólk hafi engar leiðbeiningar fengið t.d. hjá Sýslumönnum. Fjórðungur vill enga hjálp

en samt vilja 82% fá hjálp frá Umboðsmanni skuldara ? Þá er birt graf yfir aldursbil en ekki aldursbil þeirra sem svöruðu.

Það vekur jafnframt furðu að þetta skuli vera í fyrsta sinn sem Umboðsmaður hringir í fólk og þá til að kanna fyrir ríkisstjórnina en EKKI til að bjóða þeim hjálp ?? Það eru tvö ár frá hruni og heimili sem auglýst eru á uppboði eru augljóslega flest í vanda. Það sama gildir auðvitað um bankana en ég hef engan hitt í vanda sem fengið hefur símtal frá sínum banka til að bjóða hjálp. 

Mín tilfinning er þó sú að það séu frekar lögveðskóngarnir hin gírugu tryggingarfélög og hreppurinn sem eru að bjóða heimilin upp. Annað mál er svo af hverju ekki var hringt í einkahlutafélögin ? eru þau eitthvað óæðri ?

Þá má ekki gleyma því að margrar mánaða bið er hjá Sýslumönnum til að fá þá til að bjóða upp og því er þetta bara  yfirborð ísjakans sem þarna sést.

Ég legg til að Umboðsmaður fái sama aðgang að tölvukerfi Sýslumanna eins og fyrirtækið Lánstraust fær en í græðgisvæðingunni var því gefin aðgangur að gerðabókum Sýslumanna sem það svo byggir tilveru sína á þó það láti oft eins og þeirra sé vinnan þegar þeir í raun gera ekkert nema opna bækur Sýslumanna  öllum sem borga vilja fyrir aðgang.

Þannig gæti Umboðsmaður skuldara strax aðhafst í staðinn fyrir að gera ekki neitt eins og hann er aðallega þekktur fyrir hingað til.


mbl.is Minnihluti hefur látið fresta lokauppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband