Þingmenn og framkvæmdavaldið af launaskrá.

Í kínverskum lækningum þá fær læknirinn greitt kaup þegar sjúklingur hans er frískur og góður til heilsunnar en ef að sjúklingurinn veikist þá fær læknirinn ekkert kaup á meðan hann er veikur.

Held það sé mikilvægt á Íslandi í dag að svipta þingmenn og helstu pótíntáta framkvæmdavaldsins kaupinu. Senda þá á atvinnuleysisskrá eða neyða þá til að fara bónleiðir til hreppsins. Þannig öðlast þeir einhver tengsl við líf fjölmargra í landinu. Um leið gæti þessi aðferð hvatt þá til að leita lausna. Margir þingmanna eru auðvitað spilltir og það kemur ekki til með að væsa um þá, þeir eiga í sjóði hagnað af innherjaviðskiptum með stofnfjárbréf eða fengu að auðgast í  skiptum fyrir eftirlitsleysi. Að afsala sér kaupinu gæti líka orðið til þess að þeir færu að finna til samkenndar og samúðar með almenningi í landinu. Þeir fengju að kynnast því hvernig er að eiga við þá sem þeir hafa dælt peningum í: Bankana og innheimtuokrarana. Einhverjir þeirra þyrftu kannski að bíða í röð hjá Mæðrastyrksnefnd eða fjölskylduhjálpinni. Allt myndi þetta skila sér í breyttu verðmætamati og því að kannski létu þeir til sín taka og færu að vinna í þágu samfélagsins.  Svo þegar farið er að ganga betur og þjóðfélagið orðið heilbrigðara þá mætti hugsanlega fara að greiða þessum hópum laun aftur. Þannig yrði afkoma stjórnsýslunnar , framkvæmdavaldsins og þingmanna tengd heilsufari þjóðfélagsins.

Þetta á að gera áður en að finnska leiðin verður enn harðari en hún er þegar orðin s.s. með afnámi barnabóta.


mbl.is Vill fund um niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sjómenn verða að veiða fisk, til að fá kaup.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.10.2010 kl. 23:52

2 identicon

heyrheyr

kh (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband