21.9.2010 | 17:00
Eigendurnir ekki spurðir.
Hér er verið að vísa til fundar '' eigenda'' fyrirtækisins. Hér er á ferðinni einhver vitleysa því verið er að vísa til fundar sem sveitarstjóradólgarnir sem rændu fyrirtækinu héldu sín á milli. Eigendur fyrirtækisins eru notendur þjónustu þess á samlagssvæðinu. Hinsvegar var því rænt af sveitarstjórnarmönnum sem keyrðu það í þrot ásamt og með umbjóðendum sínum Hjörleifi eða tveimur. Þeir stóðu saman í að skafa fyrirtækið að innan og skuldsetja það svo kaupa mætti verklausar túrbínur af vinum og kunningjum ( örugglega gegn kötti ).Hafa svo greitt sér arð sem notaður hefur verið í útlanda ferðalög sveitarstjórnarmanna. Skilið er eftir fyrirtæki sem er ofurskuldsett og komið í sögubækurnar sem umhverfissóði.
Eigendurnir komast ekki að eign sinni og sitja nú uppi með hæsta orkuverð frá veitu í Evrópu. OR var hinsvegar stofnuð til að tryggja heimilum í Reykjavík ódýrt heitt vatn og rafmagn.
Arðgreiðslur OR felldar niður tímabundið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru dálitlar ýkjur að Reykvíkingar búi við „hæsta orkuverð frá veitu í Evrópu“.
Raforkuverð til neytenda í Reykjavík er 10,12kr./kWh. Rafmagn til heimilisnota er meira en helmingi dýrara en þetta í að minnsta kosti 18 löndum í Evrópu: Austurríki, Belgíu, Kýpur, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Írlandi, Ítalíu, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Slóvakíu, Svíþjóð og Bretlandi.
Heitavatnsverð til neytenda í Reykjavík er <1,50kr./kWh (eftir hita vatnsins við inntak í hús). Ódýrasta orka til húsahitunar (jarðgas) er meira en helmingi dýrari en þetta í að minnsta kosti 22 löndum í Evrópu: Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Írlandi, Ítalíu, Lúxemborg, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Svíþjóð og Bretlandi.
Sjálfur er ég nýfluttur til Íslands frá Belgíu, þar sem ég bjó í meðalstóru raðhúsi og borgaði um €50 á mánuði fyrir rafmagn, þ.e. um 7.500 kr., og um €200 á mánuði fyrir heitt vatn (hitað með gasi), þ.e. um 30.000 kr. Hvað þætti Reykvíkingum um slíka orkureikninga?
Með kveðju, Sigurjón
Birnuson, 22.9.2010 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.