6.9.2010 | 19:52
Komin í raunheima ?
Þetta er konan sem kosin var á þing fyrir misskilning en hún sagði sig úr stjórn Seðlabankans rétt eftir hrun og lét svo eins og hún hefði hvergi komið nærri. Hún hefur síðan verið einn helsti talsmaður bankanna og hinna vafasömu bankaræningja á Alþingi. Hún hefur haldið á lofti þeirri kenningu að íslenskir skattgreiðendur muni fjármagna tap bankanna '' því bankar tapi aldrei...''. þess vegna geti bankarnir ekki '' afskrifað'' og eigi ekki að afskrifa.
Nú ætlar hún að fá bankana til að '' upplýsa'' hvort að þetta eru eðlilegir viðskiptahættir. Sjálf tók hún þátt í að lækka gjöld héraðsdóms fyrir að taka fólk og fyrirtæki til gjaldþrotaskipta. Það eru ekki bara fyrirtæki sem eiga að gefa sig upp til gjaldþrotaskipta, sú skylda hvílir líka á heimilum og einstaklingum við svipaðar aðstæður og Gaumur er í. Fjölmargir fleiri kjósendur Samfylkingarinnar en bara Gaumur eru í slíkum aðstæðum í dag.
![]() |
Bankarnir skuldi skýringar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.