2.9.2010 | 23:52
Einkavinavæðingin.
Hluti af einkavinavæðingunni var að komast yfir bæjarsjóðina og breyta þeim í braskfyrirtæki. Einkavæða þjónustu þeirra til vina og vandamanna. Gefa eignir þeirra til sveitarstjórnarmanna ( REI-málið ), úthýsa skattsöfnuninni til Intrum en ráða samt vini sína yfir innheimtunni. taka lægsta símatilboðinu en láta borgarana borga í fimmtíu sinnum hærri innhringigjöldum. Leggja af leikvellina en selja lóðirnar vinum eða sjálfum sér. Dúkleggja fyrir bæjarsjóðinn, fara í lóðabrask með bænum og ef það var gróði þá fór hann í einkavasann en ef það varð tap þá var bærinn látinn kaupa það. Fara í fríið á kostnað bæjarsjóðs en fela það með því að kalla það kynnisferð: til Kamtsjaka , Kanada, Kaupmannahafnar eða Washington. Koma sér upp einkabílstjórum ( Reykjavík ), koma sér upp vel launaðri Forsætisnefnd, koma upp leiktækjum fyrir vinina ( framkvæmdasvið, viðburðastofa, etc. ). Ræna sparisjóðinn að innan. Skrúfa fyrir velferðina en stofna Velferðarsvið með vel launuðum forstjóra.
Skuldsetja skattborgarana með því að leigja skúra dýrt af vinum sínum.
Allt gat þetta gerst af því hreppstjórarnir létu kjósa sig á þing og fengu þar með tækifæri til að losa um öll lög sem bundu áður sveitarfélögin til að þjónusta borgarana. Þannig voru sveitarfélögin rænd af kjörnum fulltrúum og ábyrgðarlausum forstjórum þeirra. Ránið var kallað '' tilfærsla frá ríki til sveitarfélaganna'' en var í raun rán á skatttekjum borgaranna.
Alvarleg staða sveitarfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt og satt allt því miður.
Oddur Ólafsson, 3.9.2010 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.