21.8.2010 | 19:29
Í nauðasamninga.
Meira vit er fyrir OR að fara í nauðasamninga. Láta lánardrottnana hafa hótel og frístundaheimilið sem höfuðstöðvarnar eru í. Segja stjórnendum upp og reka OR síðan úr skúr t.d. á Bolungarvík. Álestrar og lokunarfólk þarf þó að vera í Reykjavík. OR yrði síðan aftur almenningsveita en ekki árlegt 30 milljón króna beitarhús þeirra sem þangað hafa troðið sér á s.k. stjórnendabeit. OR á ekki að greiða einkaneyslu og ferðalög í fríið fyrir fína fólkið úr R og D lista sem hvergi fengi vinnu nema hjá OR.
Orkuveitan ekki greiðsluhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvamlega. Þetta fólk keyrir bara framhjá almenningi og öllum markaðs reglum svo eitthvað séð nefnd.
Andrés.si, 21.8.2010 kl. 21:22
Gjaldþrot er málið og ekkert annað...
Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 22:46
Minni fréttamanna og almennings er ekki mikið.
Á síðasta aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur voru samþykktar arðgreiðslur OR til eigenda hennar vegna síðasta árs. Þær nema um 800 milljónum króna.
Eigendur OR vilja sitt, hvernig sem reksturinn gengur.
sigkja (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 00:49
Arðgreiðslur að örþrota fyrirtæki hvernig er það hægt?
Sigurður Haraldsson, 22.8.2010 kl. 01:14
Hvernig er högt að greiða "arð" úr gjaldþrota fyrirtæki? Ekkert mál á Íslandi. maður fer bara í bankan þar sem bankastjórinn er einn af hlutafbréfa eigendum, lætur fyrirtækið taka risalán og bókfæra það sem tekjur. Þá sýnir fyrirtækið arð í bókhaldi, og er greiddur út í hvelli áður enn allir reikningar falla á fyrirtækið. Þeir sem taka þátt í þessu eru bókhaldið, bankinn og og flestir stjórnendur OR. Hlutbrefaeigendur eru með stjórnina í vasanum og geta látið þá sitja og standa eins og þeir vilja....kallast svik um allan heim nema á Íslandi. Allar skýringar sem eru notaðar á Íslandi kann ég utanað. Ég lærði þær af efnahagsafbrotamönnum sem sitja í fangelsum í Svíþjóð þar sem ég er að vinna...
Næsta saga heitir Rauðhetta, og er miklu meira spennandi....
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 08:06
Takk Óskar ég vissi þetta en setti upp vegna þess að fá svar er jákvætt af þeirri einföldu staðreynd að það stemmir við það sem er í gangi í þjóðfélaginu.
Við verðum að breyta þessu mafían er þarna líka í öllu sýnu veldi
Sigurður Haraldsson, 22.8.2010 kl. 09:38
Þetta er akkúrat það sem er í gangi á Íslandi og menn keppast um að gefa hver öðrum leyfi til að gera svona eða sannfæra hvern annan um að þetta sé allt í lagi. Ég hef sjálfur hlustað á svona umræður, ég þekki persónulega fólk sem er svo bilað í höfðinu að það hlær að fólki sem misst hefur allt. "þeir misttu allt vegna þess að þeir eru aumingjar"!.. svo ég vitni beint í þeirra eigin orð, þessa "eldkláru viðskiptajöfra".Raunverulegageta þeir ekki látið alvöru gullnámu sýna hagnað.
Þeir líta EKKI á sig sem mafíumenn þó þeir séu það. Ekki heldur þeir sem sem sitja í fangelsum í öðrum norðurlöndum. Menn verða að læra hugtakið um sjálfan sig inn í fangelsum sem fangar. Bara til að skilja hvað þeir hafa gert. Og stundum dugar það ekki til...þeir koma bara út og halda áfram nákvæmlega eins og ekkert hafi skeð. Þetta er oft það eina sem þeir kunna.
Lán eru tekin af tveimur nýstörtuðum fyrirtækjum sem hafa bókfært sitthvorn víxilkinn sem hlutafé upp á stjarnfræðilegar upphæðir sem raunverulega er ekki pappírsins virði og bankinn á Íslandi sem skrifar út staðfestingu á bókfærðu "eigið fé" veit þetta alveg 100%.
Svo hjálpar bankinn á Íslandi "eigendum" að fá útlandslán því bankar erlendis halda að Íslenskir bankar fari að lögum um hlutafé. Á þessu rullar þessi þvæla...dag út og dag inn. "Mafían" er allsstaðar. Menn vita bara ekki af því sjálfir að þeir stunda "mafíustarfsemi" og það er stóra vandamálið á Íslandi í dag og hefur verið síðustu tuttugu ár...
Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.