3.8.2010 | 22:04
Auglýsa að nýju.
Ráð er nú fyrir Félagsmálaráðherrann að auglýsa aftur Embætti skuldara en þangað til mætti vel hugsa sér Sigurð Líndal eða Stefán Má Stefánsson prófessor. Stefán kann að tala máli skuldara með rökum og Sigurður er vandaður maður. Það eina rétta er að auglýsa starfið aftur og vonandi sækja um einhverjir úr Rústabjörgunarsveitinni eða Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Leita að staðgengli Runólfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég reið og sár fyrir hönd skuldara í landinu. Fjármálastofnunum hefur tekist með dyggri aðstoð fjölmiðla o. fl. að bola Runólfi Ágústssyni burt úr embætti umboðsmanns skuldara.
Upplýsingum var lekið úr fjármálafyrirtæki/fyrirtækjum í fjölmiðla um einkahlutafélag í eigu Runólfs. Svo mikið er víst að það var ekki gert af "umhyggju" við skuldara.
Nei, auðvitað ekki, forsvarsmenn fjármálastofnana vissu sem var að þarna væri skeleggur maður á ferð sem mundi í nafni embætti Umboðsmanns skuldara, ganga hart fram í að leiðrétta þeirra hlut.
Þið sem hafið talað um drusluskap og linkind félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar (og ég hef verið í þeim hópi síðustu mánuði) - hafið nú með ykkar gagnrýni og þrýstingi gert hans besta verkfæri máttlaust.
Ég sá nýja von fyrir skuldara með ráðningu Runólfs Ágústssonar
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.8.2010 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.