3.8.2010 | 21:57
Runólfur losar sig við Árna Pál
Runólfur var á margan hátt málefnalegur í kvöld og nefndi sem ástæðu að hann gæti ekki gegnt embætti Skuldara verandi með lík í lestinni og átti þá við Ráðherra bankafélagsmála. Árni er auðvitað vindbelgur og er margsaga og tvísaga í öllum málum og sá eftir að hafa ráðið Runólf. Embætti skuldara er mest bara fréttatilkynning og því miður er embættið áhrifalaust eða áhrifalítið. Sennilega alveg eins áhrifalítið og fíni Félagsmálaráðherrann vildi því hann hefur lengst og mest barist gegn því að bankaræningjarnir axli ábyrgð og hefur látið heimilin ein sæta kvölinni.
Raunar furðulegt að Félagsmálaráðherrann skyldi vilja standa með Ingva Erni í pólitískum slag en ekki Runólfi sem er þó að einhverju leyti með fæturna á jörðinni. Var á þeirri skoðun að hvorki Ásta Sigrún né Runólfur væru góð fyrir þetta embætti. Runólfur aðallega fyrir tengsl hans við Ráðherra '' Félags''mála. Því fyrst honum hefur ekki tekist að koma viti fyrir Ráðherrann á einu ári sem stjórnarformaður Gissurar Péturssonar ehf ( Vinnumálastofnun ) þá er hvort eð er borinn von um að honum takist að koma vitinu fyrir hann sem Umboðsmaður skuldara.
Vonandi gerir Ráðherrann það eina rétta og auglýsir starfið aftur. Þangað til nýr finnst þá væri ráð að setja Sigurð Líndal í embættið eða Stefán Már Stefánsson professor emeritus en Stefán kann að tala máli skuldara og báðir eru þeir vammlausir menn.
Umboðsmaður skuldara hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég reið og sár fyrir hönd skuldara í landinu. Fjármálastofnunum hefur tekist með dyggri aðstoð fjölmiðla o. fl. að bola Runólfi Ágústssyni burt úr embætti umboðsmanns skuldara.
Upplýsingum var lekið úr fjármálafyrirtæki/fyrirtækjum í fjölmiðla um einkahlutafélag í eigu Runólfs. Svo mikið er víst að það var ekki gert af "umhyggju" við skuldara.
Nei, auðvitað ekki, forsvarsmenn fjármálastofnana vissu sem var að þarna væri skeleggur maður á ferð sem mundi í nafni embætti Umboðsmanns skuldara, ganga hart fram í að leiðrétta þeirra hlut.
Þið sem hafið talað um drusluskap og linkind félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar (og ég hef verið í þeim hópi síðustu mánuði) - hafið nú með ykkar gagnrýni og þrýstingi gert hans besta verkfæri máttlaust.
Ég sá nýja von fyrir skuldara með ráðningu Runólfs Ágústssonar
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.8.2010 kl. 22:11
Vonandi verður Ásta Sigrún Helgadóttir ráðin. Hún hefur unnið gott starf í þessum málflokk.
Óli Sveinbjörnss, 4.8.2010 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.