28.6.2010 | 23:17
Hvað með eigendurna ?
Starfsmenn vilja áheyrnarfulltrúa ? stjórnarfundir eiga auðvitað að vera aðgengilegir öllum beint á netinu. Það sem fram fer þar á allt að þola dagsljósið en ef það gerir það ekki þá er eitthvað að. Því miður er mikið að í rekstri OR og þess vegna finnst starfsmönnum að þeir þurfi áheyrnarfulltrúa. OR er í eigu notenda sinna og þess vegna eiga stjórnarfundir að vera á netinu og þess vegna á bókhald OR að vera aðgengilegt í rauntíma á netinu. Ástæðan fyrir því að það er ekki opið öllum er auðvitað sú að það þolir ekki dagsljósið. Á meðan það er ekki aðgengilegt á netinu í rauntíma þá vona ég að starfsmenn Efnahagsbrotadeildar séu með fasta starfstöð í höfuðstöðum hennar. Það er miklu mikilvægara heldur en að vera með starfandi stjórnarformann. Starfandi stjórnarformaður er algjör óþarfi og ekki til neins.
Starfsmenn OR vilja áheyrnarfulltrúa í stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér og góður punktur.
Ef starfandi stjórnarformaður er lausn á vandamálum getum við þá ályktað að það sama ætti að gera víðar. Getum við ekki ætlað að ef Jón Sigurðsson hefði verið stjórnarformaður FME í fullu starfi hefði verið hægt að afstýra einhverju? Í tilviki Jóns má allavega gera ráð fyrir að meira hefði verið verra.
Og ekki eru fyrstu skrefin efnileg. Nýja silkihúfan á ofurkaupinu ætlar að láta fara yfir hlunnindi og fríðindi. Svo ætla þeir að gera rekstrarúttekt. Ef ég man rétt er nýbúið að vinna þarna úttekt á vegum Reykjavíkurborgar. En þarna verður örugglega hægt að greiða einhverjum kunningjum ofurlaun við gerð úttektar.
Árni (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.