24.6.2010 | 12:00
Klagar en kannast svo ekki við að hafa klagað.
Ásta Alþingis Forseti klagaði til lögreglu þegar mágkona hins lifandi dauða saksóknara taldi að hún tilheyrði fína fólkinu. Saksóknarinn útbjó ákæru eftir pöntun. Svo uppgötvaði hann vanhæfi sitt og felldi málið niður. Dómsmálaráðherrann skipaði þá fyrrverandi þingmann til að ákæra fólkið, sú er ekki enn búin að uppgötva vanhæfi sitt og heimtar bætur fyrir mágkonu fyrri saksóknara í málinu.
Nú kannast Ásta Alþingis ekki við að hafa gert neitt, ekki hringt í lögreglu eða saksóknara. Viðbrögðin eru því miður dæmigerð fyrir íslenska stjórnsýslu og ferill málsins allur. Forseti gerir eitt en meinar annað.
Við viljum öll vera ákærð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er jafn sekur og þessir níumenningar ég var við alþingi í búsáhaldabyltingunni og ég var í fremstu víglínu hvað er að gerast í þjóðfélaginu?
Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 12:20
Sigurður: Ég hef líka oft ekið of hratt en ekki verið gómaður á meðan aðrir í sömu stöðu hafa verið teknir, svona er þetta bara.
Arngrímur (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 17:05
Arngrímur: Og þætti þér þá í lagi að hinir sem voru teknir verði dæmdir fyrir einhverskonar árás, þar sem viðurlög eru að minnsta kosti eins árs fangelsi? Myndir þú bara sitja heima í stofu og borða Nóa kropp og hugsa hvað þú hafir verið heppinn?
BBJ (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 19:32
Er eitthvað til af notuðum fallöxum úr frönsku byltingunni? Það vantar eina fyrir framan Alþingishúsið ....
Óskar Arnórsson, 24.6.2010 kl. 20:01
BBJ: Ég borða ekki súkkulaði, hef aldrei fundist það gott ;)
Arngrímur (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.