23.6.2010 | 20:22
Getur ekki verið.
Fógetinn í Notthingham er greinilega alveg andlaus og hugmyndalaus. Sér ekkert nema hagsmuni kröfuhafa gömlu bankanna. Bankarnir eru í eigu kröfuhafa nema Landsbankinn. Því er ekki að sjá að Ríkisvaldið þurfa að setja peninga inn í bankana.
Þá eru það einnig röng skilaboð að verðlauna glæpagengi með feitum ríkisstyrk. Þessir bankar verða bara að hagræða og hljóta að geta lifað eins og bankar í menningarlöndum með 3% leigutekjur. Ef þeir geta það ekki þá er engin þörf fyrir þá hér. Nú um stundir eru þeir hvort eð er ekki að gera neitt nema taka á móti peningum frá Lífeyrissjóðunum sem svo eru keyrðir beint niður í Seðlabankann. Geymdir þar með gömlum Neistum og öðrum pappír en Seðlabankinn greiðir þeim svo ríflega leigu fyrir.
Það er hvergi í Evrópu í boði að fá meiri ávöxtun en þetta ef Íslenskir sparifjáreigendur ( lífeyrissjóðir skuldaranna ) þurfa meiri ávöxtun þá er það bara óskhyggja því hún fæst hvergi nú um stundir.
Íslenskt þjóðfélag stendur heldur ekki undir 2000% hærra leigugjaldi fyrir peninga heldur en Evrópubúar eru að greiða. Hvaða verðmætasköpun hér stendur undir því ? ekki rekstur bankanna, svo mikið er víst. Hvers vegna halda þeir að önnur fyrirtæki og heimilin geti það ef þeir geta það ekki einu sinni sjálfir ?
Fógetinn segir hinsvegar líka að bankarnir geti ekki greitt til baka oftekna vexti með 9 og 12% vöxtum. Samt er það ekki nema brot af þeim vöxtum sem almenningi og smærri fyrirtækjum er gert að greiða.
Lang mikilvægast fyrir íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki er að losna við Íslenska banka enda eru þeir miklu meiri byrði á skattborgurunum og heimilum heldur en landbúnaðurinn nokkurntíma.
![]() |
Almenningur fengi reikninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brilliant greining.
marat (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 20:57
Einmitt hvar er hagræðingin innan bankageirans eftir hrun?
Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.