22.6.2010 | 23:31
Íslenskt efnahags''líf'' vinnur ekki fyrir svona háum vöxtum.
Peningar skapa ekki hamingjuna kvað þjóðskáldið í kjördæmi Félagsmálaráðherra. Dómur Hæstaréttar
slær á okurlánarana og það gerir að verkum að þeir óttast nú að upp komist að verðtryggingin er ekki í neinu.
Íslenskt efnahagslíf stendur ekki undir hinum verðtryggðu vöxtum enda jafngilda þeir ofurhárri ávöxtun. Ávöxtun sem fyrirtækin eða heimilin standa ekki undir. Þýskaland sem er eitt af öflugustu iðnríkjum heims treystir sér ekki til að greiða innlánseigendum nema neikvæða vexti. Aðeins Ísland þar sem allt er í volli niðurgreiðir vaxtagreiðslur til banka og innlánseigenda í landinu. Seðlabankinn dælir peningum inn í hina s.k. banka sem gera ekki annað en að ganga að venjulegu fólki öðru megin en taka á móti peningabrettum lífeyrissjóða þess hinum megin. Peningabrettum sem missa alla ávöxtun sína yfir til bankans sem hirðir svo allar leigugreiðslur Seðlabankans. Peningaleigugreiðslur sem almenningur þarf að reiða af hendi í gegnum skatta sem renna í Seðlabankans.
Allar þjóðir með heilbrigðan fyrirtækjarekstur sjá og vita að atvinnulífið stendur ekki undir íslenskum okurvöxtum. Aðeins íslendingar einir skilja það ekki og þess vegna eru íslenskir lántakar alltaf duglegustu deildarstjórarnir í bönkunum. Bankarnir sjálfir geta ekki unnið fyrir íslenskum vöxtum.
Dómurinn skapar ekki peninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enda erum við komin brautina á enda.
Aðalsteinn Agnarsson, 23.6.2010 kl. 00:03
Annað hrun framundan?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 23.6.2010 kl. 00:38
Sammála þessu!
Sumarliði Einar Daðason, 23.6.2010 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.