Söluturninn Draumurinn er fyrirmyndin.

Það sama hlýtur að gilda um hina s.k. '' banka'' og gildir um söluturninn Drauminn. Honum var lokað með lögregluáhlaupi þegar kom í ljós að eigandinn var að brjóta lögin. Fylgi starfsmenn bankanna ekki lögunum í landinu nú þegar ljóst liggur fyrir hver þau eru þá er ekki annað eftir en að loka þeim með lögregluáhlaupi. Því skyldi gilda eitthvað annað um Birnu Einarsdóttur en Júlíus Þorbergsson í Draumnum á Rauðarárstíg ?
mbl.is Ekki leyst nema fyrir dómstólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur enginn þingmaður lagt orð í belg...eftir afskriftir bankanna til vildar-vina og starfsmanna...eftir gengdarlausar afskriftir ...svo hundruðu, ef ekki þúsundum miljarða skyptir!! Nei ekki orð um það sko...sennilega allir á hinu háa Alþingi of upptekknir af að redda sjálfum sér og sínum vildar-vinum....eða eins og sagt var um Íslendinga  "ein af staðföstu þjóðum heims til að gefa leyfi til að drepa saklaust fólk í Íran"  Svo þegar Hæðstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að bankar og fjármögnunar fyrirtækin hafi brotið lög á lántakendu...þá ætlar allt vittlaust að vera á stjórnarheimilinu og alþingi....helvítis skríllinn er ekki of góður að borga okurlán...aðrar reglur gilda um aðalinn sem er svo menntaður á þingi að annað eins hefur ekki sést!!  Vegna hvers er þá þetta ástand sem  nú er...það er ekki fyrir menntunarskort ykkar þessara þingmanna....lögjafans sem allt fór úr böndunum?  Nei það er vegna ykkar heimsku sem þessi fjármögnunar fyrirtæki fengu að gera það sem þeim sýndist...eruð svo vælandi um langann vinnudag og mikla mentunn sem sé svo dýr ...að það þurfi að koma til styrkir til ykkar frá vildar-vinum til að þið getið dregið fram lífið.  Það er skömm að alþingi Íslendinga!!!!

Geiri (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 14:44

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottir svona á að láta heyra í sér!

         Byltingin lifi!

Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 15:12

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já einmitt - og meira svona !!!!!

Helga R. Einarsdóttir, 22.6.2010 kl. 15:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er alveg hreint ótrúlegt að hugsa til þess, að nú þegar stjórnendur þessara fyrirtækja hafa verið fundnir sekir um glæpi sem valdið hafa almenningi í landinu stórtjóni og jafnvel kostað mannslíf, þá skuli þeir enn sitja að störfum sínum. Í steininn með þá, að sjálfsögðu!

Ég heyrði af ungum manni fyrir norðan sem fór í síðustu viku á lögreglustöð bæjarins og vildi kæra fjármögnunarfyrirtæki fyrir vörslusviptingu án dómskurðar, sem hæstiréttur er búinn að dæma ólögmæta fyrir þónokkru síðan. Lögreglan neitað beinlínis að rannsaka málið, sem er lögbrot í sjálfu sér!

Hverskonar bananalýðveldi er það eiginlega, þar sem glæpamenn halda störfum sínum þegar heiðvirt fólk gengur atvinnulaust, á meðan lögreglan brýtur sjálf lög og verndar hina glæpamennina???!!!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2010 kl. 15:50

5 Smámynd: Dingli

Skondin samanburður Einar.  Geiri þrumar eins og Gunni í Krossinum, en GÁ fattar ekki neitt. Skilur maðurinn ekki að Ríkislögreglustjóraembættið hefur verið á útopnuðu síðustu missirin, við kortlagningu skiptimarkaðar læknadóps-sjúklinga á pillum! Og ekki nóg með það. Engu er líkara en að markaðseigandinn hafi tekið þúsundir króna í umboðslaun fyrir að taka við og rétta til baka ómerkileg pilluglös. 

Draumnum hans Júlla er nú lokið og lokað, en höllunum þar sem "kókið" og stolnir milljarðarnir flutu um hæðir, er ekki hægt að skella aftur bara sisvona. Þar er sko ekki við einhverja Júlla, að eiga, sem selja rónum Kardó.

Dingli, 23.6.2010 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband