9.6.2010 | 23:11
Bankakerfið er óarðbært
Því miður er vandamálið ekki viljaleysi til að greiða heldur dýrt og ónýtt bankakerfi, kerfi sem er yfirmannað og stendur ekki undir sér nema það fái leyfi ( sem það hefur ) til að ræna viðskipta''vinina''.
Bankakerfið þarf að skreppa umtalsvert saman og er sennilega ofmannað um 2.500 störf, þar á ofan bætist við bílífi stjórnenda. Vextir hér eru langt umfram það sem tíðkast í menningarlöndum. Eins og sakir standa á aðeins að ráða fólk í bankana sem hefur þunga framfærslu eða stríðir við takmarkaða starfsgetu. Það er út í hött að hafa þarna fullfrískt hámenntað fólk sem ætti að geta fundið sér vinnu í markaðsumhverfi. Vandinn er sá að hvorki fyrirtæki né heimili standa undir þeim mikla kostnaði sem fylgir því að vera dæmdur til að vera á Íslandi og þurfa að skipta við íslenskt bankakerfi. Það kann að ganga upp hjá fyrirtækjum í samantekinráð umhverfi en fyrirtæki hér standast enga samkeppni við fyrirtæki í útlöndum út af vaxtakostnaðinum. Sá kostnaður fer ekki niður fyrr en umtalsverð fækkun verður á bankastarfsmönnum.
Annars er það um Creditinfo að segja að menn skyldu taka öllum upplýsingum þaðan með fyrirvara enda er fyrirtækið lús á bankakerfinu og tryggingafélögum og lifir aðallega á að skrá upplýsingar sem það kaupir af sýslumönnum og upplýsingum sem bankarnir segja þeim að skrá'' skv. beiðni'' . Vanskilaskrá Kreditinfo er svo notuð til að fólk geti ekki hreyft sig milli tryggingafélaga eða símafélaga '' af því það sé á vanskilaskrá'' . Með öðrum orðum þá fer matið fram á grundvelli upplýsinga frá Kreditinfo sem komið er til þeirra frá matsaðilanum. Semsagt voðalega 2007 legt.
Lægri vextir fyrir skilvísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.