Skuldarar áfram réttlausir?

Þessi skilaboð frá Jóhönnu eru öll í afneitunartón. Nú talar hún eins og hér hafi ekkert hrun orðið.

Sannleikurinn er sá að Seðlabankinn segir að fjórðungur heimila sé í djúpum skít. Það sem ríkisstjórnin hefur gert er að senda hinum s.k. bönkum tilmæli. Í barnaskap heldur Jóhanna að bankarnir ætli EKKI að innheimta allt af fólki sem þeir mögulega geta. Auðvitað er þeim skítsama um kúnnana eins og þeim var fyrir hrun. Þeir gera ekkert fyrir lántakendur nema að vera skikkaðir til þess með lögum.


mbl.is Hafa komið til móts við skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ríkisstjórnardrusla segist hafa gripið til 50 margvíslegra aðgerða til að vernda heimilin sem er bull eins og annað á þeim bænum, þær aðgerðir hafa einungis verið til að tryggja hag fjármagnseigenda. Var ekki akkúrat þetta sem við vildum þegar við mættum með búsáhöldin á Austurvöll????? Fengum við ekki það sem við vildum?..... eða hvað?

Biggi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 18:28

2 identicon

Búsáhaldabyltingin kom af óhæfri ríkisstjórn og setti ónýta í staðin...

Svona lagað hefur aðins gerst í gömlu ríkjum USSR þar sem fólk lét gamla súra komma og aðra ráðamenn komast upp með fagurgala (sem það trúði).

Hér kemur Nornin með sín 32+ og Nágrímur með tæp 30 ár og syngja nýjann lofsöng sjálfumsér til handa og fólk trúði því.....

Það er því sem ég segi... "betur sjá augu en eyru"!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 20:44

3 identicon

Fólk á einfaldlega ekki að borga ef það er svona ósátt við ástandið , hætta þessu væli og gera einhvað sjálft annars gerist ekkert hljótið að sjá það... Ég er allavega ekki að fara að borga eitt né neitt nema fasteignagjöld,hita og rafmaggn. og neyslu reikninga og hvet alla til þess að gera það sama! séu þeir í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir nauðsynjum út mánuðinn.

Bankanum þínum er sama um þig . Og því miður Ríkisstjórninni líka.

Valdi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 22:22

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ekki var það minn vilji að þess háttar stjórn tæki við þegar ég barði bumbur á Austurvelli í fyrri byltingunni!

Mætum með bumbur ég kem þegar þið mætið það er kjánalegt að standa þarna einn með skilti og krefjast úrbóta búin að reyna það oftar en einu sinni!

Lyfi byltingin!

Sigurður Haraldsson, 9.6.2010 kl. 02:06

5 identicon

Helld að Tryggvi sé of heimskur til að skilja það enda sýnir hann vel frammá það þarna. Fólk er búið að kvarta lengi og hann skilur enþá ekki einfallt mannamál... Tilhvers að útskýra einhvað fyrir honum og öðru fólki einsog honum?

Skal útskýra mína stöðu samt fyrir þér tryggvi(þó ég efi um að þú skiljir hana) árið 2007 skipti ég út bíl og tók við öðrum með Erlendu láni gerði mér grein fyrir því að það væri viss áhætta og gat sætt mig við hækkun upp að vissu marki enda verðtryggð lán engu skárri ( lækka aldrei ) þetta hljóðaði lán hljóðaði upp á 1300 þúsund krónur og afborgun var 23 þúsund. Bensín á þeim tíma var einhvað um 110 krónur minnir mig og því var þetta ekkert mál tekjur góðar. Lánið hækkar hinsvegar mánuð frá mánuð en maður býður bara og vonar það bessta . Byrjun 2008 byrja ég í nýrri vinnu þarsem laun mín voru útborguð 250 þúsund krónur sem eru meðallaun í þeim bransa sem ég var í og með maka með leikskólakennaralaun var þetta að lýta ágætlega vel út. Ég átti tæpar 7 milljónir sem var í umsjá/ávöxtun hjá glinti á þessum tíma og fór ég að íhuga íbúðarkaup , ég finn fína 100 fm íbúð á 22 milljónir , ég fæ lán frá íbúðalánasjóð uppá 17.5 milljónir og resst er lán frá verktaka sem ég ætlaði að borga niður fljótlega enda með góð laun og nóg inná banka til að kýla þetta niður þetta gerði ég því ég fór að ráðum fjármálaráðgjafa (skuldir voru ekkert ef það voru eignir á bakvið líka) Íbúðina kaupi ég og fæ afhennta 1. nóvember 2008 grunlaus búin að búa þarna í mánuð hrynur fjármálakerfið og ég tapa rúmlega 6 milljónum veggna falls Glitnis banka. Lánið á bílnum rauk úr 1500 þúsund uppí 2,3 milljónir á örskömmum tíma , Afborganir af íbúðaláninu fóru úr 85 þúsund í 110 þúsund og ég borgaði á 3 mánaða fressti . Og jú ég gat ekki greitt niður verktakalánið sem var 45 þúsund á mánuði. samtals voru afborganir pr mánuð af þessu þrennu orðnar 210 þúsund . Í Desember er mér saggt upp störfum sökum samdráttar ég fer strax á ný í Atvinnuleit enda taldi ég réttast að standa í skilum og treysta á að þetta myndi nú battna ég fann vinnu sem borgar mér 160 þúsund á mánuði sem er nú allveg 90 þúsund krónum minna en ég hafði áður. 160 þúsund + 150 þúsund gera nú bara 310 þúsund - 210 þúsund gera 100 þúsund eftir í mat og bensín , tryggingar , hússjóð, hita og rafmaggn, fasteignagjöld ... og það veit hver maður sem býr hér á Íslandi að 100 þúsund duga ekki fyrir því.

Ég komst að því eftir að hafa þraukað í ár að borga niður bílinn (enda var tengdafaðir ábyrgðamaður) að lánið er ólögleggt með öllu sama þó bið sé eftir hæstarétti þá eru þessi lán öll ólögleg, ég er hættur að borga af því.  Fljótlega eftir seinni greiðsluna á íbúðaláninu 300 þúsund krónur sá ég að það lækkaði ekki höfuðstóllin um 100 og eitthvað þúsund helldur hækkaði um heil 180 þúsund . Ég borgaði ekki af því aftur reyndar enda ekki til fjármaggn fyrir því ef ég ætla að lifa út mánuðin.

Hvað vill ég að sé gerrt í mínum málum ? Ég vill að ég fái sanngjarna meðferð við úrlausn minna mála. Ég ætla ekki að lýða fyrir aðstæður sem ég átti ekki þátt í að skapa jú ég tók þessi lán en það sem þú kallar dýfu á öðru bloggi var hrun en ekki dýfa. Með núverandi úrlausnum er ég að hennda peningum sem ég vinn fyrir útum gluggann rétt einsog að standa í skilum. þó mánaðarleg greiðslubyrgðin lækki hækkar endanleg greiðsla.  Ég í heiðarleika mínum borgaði samt verktakanum sína peninga þartil ég fékk mig saddan á að bíða eftir lagfæringum á íbúðinni ... hún er ónýt.  Vonandi er þetta nógu útskýrrt fyrir þig ... ég er ekki einn í svona stöðu, þó einhverjir fóru offari þá gerði ég það ekki og sama á við um meirihluta fólks í þessari stöðu, þú ert að úthúða meira en 1/3 af landinu það eru ekki bara fólkið á Rangeinum og ofmettna 200fm einbýlinu.

Valdi (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 07:50

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Valdi að segja frá þessu vonandi hættir Tryggvi að tala niður til ykkar!

Sigurður Haraldsson, 9.6.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband