28.5.2010 | 16:34
Hægt að kjósa utankjörfundar eins oft og maður vill.
Til að koma til móts við athugasemd Næst besta flokksins er einmitt gert ráð fyrir þeim möguleika að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar geta skipt um skoðun. Eina reglan er sú að síðasta atkvæðið gildir.Það geta allir kosið utankjörfundar 8 vikum fyrir kjördag, svo 5 vikum og þannig koll af kolli. Þeir geta elt skoðanakannanirnar þess vegna. Svo má líka kjósa á morgun á kjörstað þrátt fyrir að maður hafi kosið utankjörfundar í dag. Aðeins síðasta atkvæðið gildir.
Því sýnir þessi athugasemd ókunnugleika Næst besta á kosningalögunum. Best að koma því á framfæri líka hér við forsvarsmenn Næst besta að það er ekki verið að kjósa Forsetann á morgun.
Að hægt sé að kjósa áður en framboðslistar eru komnir fram er bara aukinn réttur og skaðar engann.
Næst bestir vilja ógilda utankjörfundaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Næst besti flokkurinn er bara ótrúlega ófyndinn flokkur og hefur ekki gert neitt frumlegt, nema að finna nýja hluti til að væla yfir.
TómasHa, 28.5.2010 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.