21.5.2010 | 21:29
Sanngjörn úrslit verði þau svona.
Besti flokkurinn er auðvitað með listann sem almenningur getur mest samsamað sig við. Fulltrúar hans hafa ekki verið á beit í borgarsjóði eins og hinar fámennu klíkur sem standa á bak við lista fjórflokksins SDHBV. Þetta er allt fólk með reynslu af að standa á eigin fótum og flestir með mikla skipulagshæfileika. Jón Gnarr t.d. hefur komið nokkrum kvikmyndum saman ásamt hópi aðstandenda. Sú reynsla dugir honum fyllilega til þess að stýra borginni. Veit að hann hefur aldrei séð aðra eins launatékka og borgin mokar nú út til vin SDHBV listans í framkvæmda og verkefnisstjóra stólunum hjá Borginni. Þar getur hann mokað út og sett talhólf eða ódýra símsvara í staðinn. Fyrir mánaðarlaun borgarframkvæmdastjóra má setja upp heila tónleikaröð án vandræða.Eða hjálpa 40 fjölskyldum. Þá hefur hann líka vit á auglýsingamálum og gæti því auglýst störf hjá borginni áður en ráðið er í þau. Allt væri það nýtt fyrir Reykvíkinga. Samkvæmt könuninni virðast aðeins borgarstarfsmenn ætla að kjósa SDHBV listann enda vilja þeir sjálfsagt þakka fyrir vinnuna
Besti flokkurinn með 8 fulltrúa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.