18.5.2010 | 19:02
Ekkert um viðskipti borgarfulltrúa við borgina ?
Ekki virðist eiga að rannsaka milljóna viðskipti fyritækis í eigu Þorleifs við Borgina en þau hafa á undanförnum árum numið nærri þrjúhundruð milljónum. Ekki þar fyrir að ég haldi að fyrirtækið hafi ekki unnið fyrir þessar milljónir. Það er ekki viðeigandi samt að fyrirtæki borgarfulltrúa sé á beit í borgarsjóði, fyrirtæki í eigu borgarfulltrúa eiga ekki að sækja um verk til borgarinnar því það er ekki viðeigandi. Hinsvegar finnst mér allt í lagi þó fyrirtækið taki þátt í tilboðum hjá öðrum sveitarfélögum.
Vonandi rannsakar nefndin hvernig borgarfulltrúar hafa hagnast um milljónir með því að stela eiginfé SPRON í krafti aðstöðu sinnar. Þá á ég auðvitað líka við nýlega fyrrverandi.
Auðvitað og því miður er spillingin hvergi meiri en á sveitarstjórnarstiginu og þar er ekki heldur grundvallarskilningur á þrískiptingu valdsins en allar ákvarðanir á þessu stigi eru í graut. Þannig fær einn borgarfulltrúi að vera borgarstjóri og svo fá þeir að leika í forsætisframkvæmdanefnd. Á sama tíma eru þeir að setja reglur eftir að Alþingi heimilaði hreppastiginu að skipta sér af öllu en senda reikninginn til íbúana. Þessi '' viðamikla reynsla'' fyllir þá svo miklu öryggi og sýnifíkn að þeir telja sig endilega eiga erindi á Alþingi. Margir þeirra fá svo framgang í ''starfi'' og eru kosnir á þing. Gjarnan gerist þetta eftir að fjárhagur sveitarfélagsins hefur verið lagður í rúst en bestu vinirnir jafnframt orðnir helstu framkvæmdastjórar þess. Skildi hrunið og skilningsleysi þingmanna á hugmyndinni um þrískiptingu ríkisvaldsins ekki einmitt hafa verið fyrir það að vitleysan lærðist í sveitarfélaginu.
Auglýst eftir sérfræðingum í rannsóknarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1136
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvaða fyrirtæki á Þorleifur?
Jón Þór Helgason, 18.5.2010 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.