13.5.2010 | 01:35
Sjúkrabílalögfræðingar
Skilanefndin hefur fengið tilboð frá sjúkrabílalögfræðingum um að stefna þessu fólki. Þeir kunna sitt fag
og skilanefndin þarf sjálfsagt lítið að leggja út en vinnist málin þá taka lögfræðingarnir feita þóknun, jafnvel helming. Hluti af leiknum er að stefna sem víðast og ef til vill vinna þeir þessi einkamál skilanefndarinnar.
Það verða góðar fréttir fyrir venjulega viðskiptavini Glitnis s.s. almenning sem tók lán hjá Glitni af því hann hélt að Glitnir væri banki. Þeir geta þá sótt skaðabætur á hendur nýja bankanum í sérstökum dómsmálum og kæmi sér vel ef ríkisstjórnin samþykkti hópsmálssóknir til að gera þeim léttara fyrir.
Almennir lántakendur gætu jafnvel líka sótt nýja Íslandsbanka í sérstöku dómsmáli í t.d. New York. Þeir gætu krafist skaðabóta sem þýddi þá að þeir þyrftu ekki að greiða nema kannski 1/4 af höfuðstól lána sinna. Jafnframt munu slík málaferli ganga af nýja bankanum dauðum. Þannig að sennilega er skilanefndin að drepa Íslandsbanka í leiðinni.
Ætlar ekki að taka til varna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.