Samhljómur við forystu ASÍ

Forysta ASÍ er auðvitað í alveg sama pakka og tók þátt í að ræna félagsmenn sína og samfélagið. Það er krafa fólksins í landinu að skipt verði um forystu ASÍ og óspillt fólk verði þar í forsvari. Gylfi er ekki vammlaus og átti þátt í að búa til þetta sniðmengi sem bankarnir, ASÍ og samtök atvinnurekenda eru.

Engin munur er á bönkunum og forystu ASÍ, Gylfi með 10 sinnum hærra kaup en sínir félagsmenn og varð forseti ASÍ eftir að hafa stýrt fjárfestingarbanka ASÍ eigendanna. Mér finnst því þessi ummæli eiga við hann sjálfan. Það verður engin sátt innan verkalýðshreyfingarinnar fyrr en Gylfi hefur sagt af sér enda er hann sjálfur einn af bankaræningjunum þó hann hafi ekki ratað á síður skýrslu Rannsóknarnefndarinnar enda var henni ekki ætlað að kortleggja spillinguna innan ASÍ. 

Að lokum má ekki gleymast að óska almennum félagsmönnum til hamingju með daginn og vonandi sér efnahagsbrotadeildin um að skipta um forystu hjá ASÍ og samtökin öðlist þann virðingarsess sem félagsmenn eiga skilið.


mbl.is Gylfi: Bankaræningjar í sparifötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér.

ASÍ forystunni ferst eki að benda á aðra, þeir voru sjálfir meðvirkir í sukkinu og svínaríinu og handvaldir fulltrúar ASÍ í stjórnum sjóðanna voru engu betri enn bankaræningjarnir og bófarnir sem ASÍ Jólasveinninn Gylfi Arnbjörnsson talar um.

Forysta ASÍ er veruleikafyrrt í sínum fílabeinsturni síns og ekki í neinum tengslum við umbjóðendur sína.

Skýrasta dæmið er að eitt aðal baráttumál þeirra undanfarið hefur verið að heimta ESB aðild, sem þjóðin og þeirra umbjóðendur vilja alls ekki. ´

Ætli Gylfi yfirjólasveinn haldi sömu ESB áróðursræðuna núna á 1 maí eins og hann gerði í fyrra og alþýðan "hans" baulaði á hann allan tímann !

Kæmi mér ekki á óvart veruleikafyrringin er algjör.

Burt með þessa silkihúfu Gylfa Arnbjörnsson, launafólk á skilið heiðarlega og ærlega forystu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 13:55

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skítapakk

Sigurður Haraldsson, 1.5.2010 kl. 14:27

3 identicon

Heyr, heyr!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 888

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband