Vindhögg

Borgarfulltrúar í Reykjavík vilja auðvitað vera eins og þingmenn en hreppsnefndin í Reykjavík álítur að allt snúist um sig. Nú á að kanna og kortleggja spillinguna  þar en þeim datt það sjálfum ekki í hug fyrr en í fyrradag. Tilgangurinn er sjálfsagt að '' svæfa'' umræðuna um spillinguna innan Reykjavíkurborgar.

Sannleikurinn er sá að aðeins sorphirðan og skólarnir vinna eftir lögum og reglum og það gerist þrátt fyrir  Borgarstjórn og hinar þykku og dýru raðir af yfirmönnum með milljón plús í mánaðarlaun.

Sannleikurinn er sá að hvergi kostar spillingin eins mikið á íbúa og í Reykjavík. Níutíu milljóna króna ferðakostnaður  á ári fyrir hina 15 útvöldu sannar það. Viðamikil viðskipti Borgarinnar við fyrirtæki í eigu borgarfulltrúa og fjölskyldna þeirra sanna það. Dýrir húsaleigusamningar við einkavini Borgarfulltrúa sanna það. Breytingar á deiliskipulagi með korters fyrirvara sanna það. Brask og glórulausar '' fjárfestingar'' OR  sanna það. Viðamiklar kunningja og vinaráðningar sanna það.

Sanniði til, nefndin verður örugglega skipuð hinum týnda innri endurskoðanda og borgarlögmanni þannig að allir geti hlegið sig máttlausa. Auðvitað á að leggja niður Sveitarfélögin og koma peningunum aftur til borgaranna.


mbl.is Vilja rannsókn á áhrifum hrunsins á borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband