Hægt að fá lögguna til að erindast fyrir sig ?

Þessi húsleit lögreglu í heimildarleysi er auðvitað margfalt brot á mannréttindum og sýnir algjört dómgreindarleysi hjá Yfirmanni fíkniefnadeildar og Skólastjóranum. Engin grunur var um eitt né neitt.

Það er auðvitað frumforsenda að grunur um brot hafi vaknað.

Þessi nýju vinnubrögð lögreglu hljóta að þýða að allur almenningur geti nú fengið lögreglumenn, einn eða fleiri til að sinna ýmsum erindum fyrir sig, í góðri ´´ samvinnu´´ . Má nú búast við að heimilin geti fengið lögreglumenn til að viðra hundinn eða leita að hlutum sem ekki finnast í fljótheitum á heimilunum, fara út með ruslið og þvo bílinn. Ég skal játa að slíkt starf lögreglu yrði til þæginda fyrir marga. Ég reikna með því að flestir myndu þó ekki panta fíkniefnaleit heima  hjá vinum sínum eins og Skólastjóri Tækniskólans.


mbl.is Óskar skýringa á fíkniefnaleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð nú að segja alveg eins og er að ég átta mig ekki á viðbrögðum bloggara við þessari frétt.  Og af hverju umbi Alþingis gerir fyrirspurn.  Er verið að höggva nærri einhverjum uppum þessa lands með þessari leit.  Á næsta leiti við gamla Iðnskólann er Barnaskóli Austurbæjar þannig að mér finnst allt í lagi að halda svæðinu kringum skólann hreinu. Nóg er nú samt af eiturefnum í henni Reykjavík.  Útgerðarfélag úti á landi lét gera svona leit í einu af sínum skipum.  Ekki var það blásið upp, þótti eðlilegt til að tryggja öryggi um borð í skipinu.  Meira svona á vinnustöðum.

Gunnar (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 11:57

2 identicon

Alveg sammála þér Gunnar. Ég á börn í framhaldsskóla og fagna þessari aðgerð. En umboðsmaður hefur heldur betur gert í brækurnar. Hvaða hagsmuna er hann að gæta?? Ekki minna hagsmuna eða unglingana. Hvaða hagsmuna þá?? Þessi maður á að segja af sér strax!!

Helgi H. (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 12:18

3 identicon

Þið Gunnar og Helgi eru hreinræktaðir sauðir. Undirgefni ykkar gagnvart valdi og skortur á gagnrýnni hugsun er vægast sagt sorgleg. Það eru reyndar borgarar eins og þið sem eru í uppáhaldi hjá valdhöfum. Og af skrifum ykkar að dæma viljið þið gjarnan að krakkarnir ykkar verði svona líka. Vonandi verða þau það samt ekki.

Hugleysi er löstur strákar mínir. Hysjið upp um ykkur skítugar brækurnar og lýsið vanþóknun ykkar á svona dæmalausum asnahætti í rektornum.

Umboðsmaður Alþingis er með hárréttar athugasemdir.

Steini (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 12:43

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, hvernig vogar Umboðsmaður Alþingis sér að athuga hvort lögreglan fari eftir lögum!? Hann ætti frekar að kaupa byssur og hundakex handa þessum ósérhlífnu riddurum réttlætisins!

Hverjum er ekki sama um "mannréttindi" og svoleiðis? Mannréttindi eru fyrir kerlingar og aumingja.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.2.2010 kl. 12:45

5 identicon

væl er þetta, þetta er bara alveg eins og þegar maður er tekinn á of miklum hraða út á vegum, þeir sem hafa eitthvað að fela ættu að vera hræddir aðrir ekki. Mannréttindi? eru mannréttindi að eiga eða selja fíkniefni? Það var ábending um að krakkar úr grunnskóla rétt hjá hefðu farið yfir í tækniskólan til þess að kaupa sér fíkniefni.

Kári (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 12:55

6 identicon

Öll höfum við rétt á að hafa skoðanir hvort sem það eru eiturlyf eða eitthvað annað. En mín skoðun er sú að yfirmaður hvaða vinnustaðar sem er eigi að hafa fullan rétt til að leita að þessum óþverra. En það var ekki sérlega gaman að heyra fréttir hádegisins, það virðist vera að sjálftökuliðið sé enn á fullu, a.m.k. hvað varðar það lið sem er að vinna í uppgjöri "gömlu" bankanna.  Ég held að umbi Alþingis ætti að hella sér í að óska eftir skýringum á því sukki.

Gunnar (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 13:22

7 identicon

Steini minn! Fáðu þér nú eitt "fix" í viðbót, etv. róastu eitthvað við það.

Helgi H. (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 13:33

8 Smámynd: RIKKO

Gunnar og Helgi!

Hvaða gagn myndi það gera ef löggan hefði fundið smá kannabis eða eitthvað annað? Haldið þið þá að krakkarnir ykkar séu alveg laus við eiturlyf? Þessi aðgerð er út í hött. Og ef einhver setur spurningarmerki við þetta, þá eru svona menn eins og Helgi H. sem gefur í skyn að manneskjan sé í dópi!!!

Óþolandi að svona heimskt fólk sé að hrósa svona aðgerðum sem hafa nákvæmlega ekkert upp á sig nema það að búa til vandamál.

RIKKO, 17.2.2010 kl. 14:16

9 Smámynd: RIKKO

Helgi

Þú spyrð hvaða hagsmuni umboðsmaður alþingis er að gæta?

Hvað er svona gott við þessa aðgerð að þínu mati og hvaða hagsmuna er verið að gæta með þessari aðgerð?

RIKKO, 17.2.2010 kl. 14:33

10 identicon

Þeir bakkabræður Helgi og Gunnar hættu sér út á hálan ís og varð ansi hált á svellinu í þessum umræðum. Það kom þá í ljós að þeir gátu vissulega ropað upp úr sér sinni staðhæfingunni hvor. En síðan þegar kom að því að rökstyðja þær svolítið og svara spurningum - þá kom getuleysið í ljós. Þannig fór það nú börnin góð.

Steini (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband