19.1.2010 | 18:56
Bannað að kjafta frá
Flest sem Ólafur hefur sagt er efnislega rétt en það virðist vera beint samhengi á milli þess að Hanna Birna fær milljónir frá Landsbankanum og þess að hún fer að gæta hagsmuna hans og aðaleigenda í viðskiptum við Skipulagsyfirvöld. Auðvitað liggur það fyrir að fyrirtæki hafa mörg undanfarin ár keypt sér nokkra borgarfulltrúa og virðast þau hafa fengið ríkulega ávöxtun á það fé.
Ætla hins vegar ekki að fagna níðvísunni.
Ólafur er víttur fyrir að kjafta frá og skera sig þannig frá þeim hópi sem situr við kjötkatlana og þráir að sitja við þá næstu fjögur ár líka. Fólk sem flest allt hefur reynst vera stórhættulegt hagsmunum Reykvíkinga.
Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert nýtt undir sólinni. Það hefur tíðkast í þúsundir ára að hengja bakara fyrir smið og skjóta boðbera illra tíðinda.
Stefán Jónsson, 20.1.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.