Algerlega óundirbúið lið.

Jóhanna og Steingrímur hafa tilheyrt íslensku Nómenklatúrunni í meira en 30 ár og raunar mótað stjórnsýsluna hér til að gera ekki neitt. Auðvitað máttu þau vita að heimspressan er ekki varnar og réttlausir íslenskir borgarar sem hægt er að berja á eða redda sér með því að ota að henni dúsu.

Þeim var í lófa lagið að vera tilbúin með tvær útgáfur af fréttatilkynningu. Þau hefðu líka getað upplýst heimspressuna á mánudag um hvað fellst í synjun Forseta. Tíminn virðist hafa farið í klíkufundi, að vísu er vitað að þeim er skítsama um almenning. Hinsvegar skaðar þetta vildarvini þeirra mest; verðbréfasvið Félagsmálaráðuneytisins, Bankana og Árna í Skilanefndinni.


mbl.is Sammála um að lágmarka ókyrrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Ekki svona barnalegur Einar. Þú vinnur engin PR-mál á einum degi eða nokkrum.
PR-mál eru langhlaup.
Einkum og sérílagi ef á brattann er að sækja.

Páll Blöndal, 6.1.2010 kl. 00:56

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er bara ekkert barnalegt við þessa ályktun. Tek því þá þannig að það var sniðugt hjá þeim að reikna með að hann samþykkti ? Hef ekki haldið því fram að PR mál vinnist á einum degi. Finnst hinsvegar allt í lagi að upplýsa útlendar fréttastofur um hvað fellst í lögunum og því að vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þær vilja líka lágmarka sína vinnu eins og íslenska þjóðin. 

Einar Guðjónsson, 6.1.2010 kl. 01:02

3 identicon

Þetta er rétt hjá Einari.  Tvær tilbúnar tilkynningar eru ekki mikið mál.

Svo hefði verið hægt að senda kynningu á 20-30 fjölmiðla á mánudag um hvers konar ákvörðun forsetinn væri að taka og hvað felist í hvorri fyrir sig.  Þau gátu alveg gefið sér afleiðingarnar ef hann myndi neita og líkurnar jukust eftir sem hann beið með að taka ákvörðun.

 PR mál ríkisstjórnarinnar eru í molum, því miður.

Alfreð Hauksson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 01:46

4 identicon

PR Íslands hefur alltaf verið í molum, ekkert nýtt hérna á ferð.

Ekki bara hjá þessari stjórn, reynum að vera smá sanngjörn þegar það er drullað yfir ríkistjórnina, því sú gamla var að gera nákvæmlega sömu mistök, þeir voru bara ekki í svona hrikalegri stöðu þá.

Tryggvi (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 01:51

5 Smámynd: Jón Óskarsson

Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar var dapurlegur og þar fór ekki fólk sem manni finnst maður geta treyst.  Það er einfaldlega þannig að fólk sem er í þeirra stöðum að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn þarf að vera tilbúið og bera höfuð hátt og standa fast í lappirnar á hverju sem dynur.  Þessi ríkisstjórn er óundirbúin með allt og það er alveg sama hvert málefnið er ýmist er stjórnin ekki tilbúin eða kemur fram með illa undirbúin mál á síðustu stundu.  Þannig var t.d. frumvarp um tekjuskatt lagt frá 1.desember en hefði átt að vera klárt í þingbyrjun 1.okt.  Það var ljóst í hvað stefndi þegar Forseti Íslands flutti nýársávarpið og við því átti ríkisstjórnin að bregðast.

Jón Óskarsson, 6.1.2010 kl. 02:06

6 identicon

Sammála. Ríkisstjórnin hefur gjörsamlega brugðist í sinni PR vinnu, bæði innanlands sem utan.

Sorglegt fyrir þjóðina að þurfa að horfa upp á það.

Jón Flón (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 09:29

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Það sem einkennt hefur stjórnina alveg frá 1.febrúar s.l. er seinagangur og úrræðaleysi.  Sérstaklega þó það hvað mál taka langan tíma.  Við þær aðstæður sem við höfum búið við eftir hrun þá var áríðandi að virkja öflugan hóp manna á öllum sviðum.  Setja í gang aðgerðarteymi með sér tilgreind verkefni ríkisstjórninni til aðstoðar og ráðgjafar.   Ef einhvern tíma hefur verið til mannafli á lausu til slíkra verka þá er það nú.  En í staðinn eru stjórnarflokkarnir að reiða sig á fáeina fyrrverandi stjórnmálamenn sem eru ýmis komnir á eftirlaun eða við það, menn sem voru áberandi í stjórnmálum á árunum 1980 til 2000.   Hvar er yngra velmenntaða fólkið ?  Af hverju hefur ekki verið leitað til þeirra ?     Hvað er verið að gera með menn eins og Einar Karl Haraldsson, Svavar Gestsson, Jón Sigurðsson og Indriða H. Þorláksson í fremstu víglínu með fullri virðingu fyrir þessum ágætu mönnum sem áttu sinn tíma í embættismannakerfinu og í stjórnmálum.  En þeirra tími er bara einfaldlega liðinn.  Jóhanna og Steingrímur hafa verið á Alþingi í um og yfir 30 ár og eru einfaldlega komin á "hraða" embættismannakerfisins, það er hraða snigilsins.   Það þekkja það menn í atvinnulífinu sem fengið hafa til sín fyrrverandi ríkisstarfsmenn eða starfsmenn sveitarstjórna sem lengi hafa unnið á þeim vettvangi að þar kemur inn starfskraftur sem vinnur á allt öðru "tempói" en starfsmaður sem unnið hefur í almenna geiranum.

Ímyndarvinnan hefur alveg gleymst hvað sem menn reyna að segja.  Það þarf ekki annað en að tala við þá sem reka almannatengslafyrirtæki í landinu til að heyra að ekki hafa þeir verið að fá mikil verkefni fyrir ríki og þjóð undanfarna mánuði.

Seinagangur stjórnvalda á árinu 2009 tafði endurskoðun AGS (IMF) frá febrúar og fram í nóvember og það var ekki eins og við fengjum þá 4 greiðslur heldur var þetta bara töf.  Einhver hugsanleg töf núna í janúar ætti ekki að valda meiri skaða eða valda mönnum meiri áhyggjum en það gerði á síðasta ári. 

Hræðsluáróður sem farinn er strax í gang eins og til að mynda að stýrivextir geti átt eftir að hækka við næstu ákvörðun en ekki lækka er til þess að fela þá staðreynd að það hefði gerst hvort sem var vegna þess að með skattahækkunum og hliðaráhrifum þeirra núna um áramótin þá fór í gang mikið verðbólguskot.  Það verðbólguskot hefur ekkert með atkvæðagreiðsluna á Alþingi 30.desember, synjun forsetans í gær, né væntanlega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu að gera.

Jón Óskarsson, 6.1.2010 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 849

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband