Enn einn þjófsnauturinn og klíkubróðir.

Hér er komin enn ein hugmynd um snúninga. Skúli reiknar með að fólk geti ekki borgað af eignum sínum af því orðið hafi forsendubrestur. Það missi eignir sínar til þjófagengjanna á uppboði.

Þjófagengin leysi til sín eignirnar á nauðungaruppboði sem þjófafélögin fari sjálf fram á ?? Fasteignafélög ( þjófagengin ? )  kaupi eignirnar á uppboðum eða leysi þau til sín og leigi svo fólkinu sömu eignirnar aftur á leigukjörum sem samsvara afborgunum fyrir Ingibjargar og Geirshrun. Yfirskynið er að fólk geti áfram búið á sama stað. Skúli er hér að klára þá hugmynd sem bankarnir lögðu upp með fyrir hrun en hún var að eignast heimilin og renna þeim inn í fasteignafélög  ( Landic , Samson, Eik ).

Niðurstaðan hjá Skúla á að vera sú sama og var hjá fólki fyrir Stóra-Hrun en það á að missa eignir sínar yfir til fasteignafélaga eftir að hafa misst þær á nauðungaruppboði en borga það sama af eignum

annarra eins og það greiddi af sinni eigin eign fyrir hrun. Þetta kallar hann björgunaraðgerðir í þágu heimilanna.

Er ekki bara einfaldast að færa lánin í þá stöðu sem var í janúar 2008 ?? Eini munurinn er sá að fólk á heimili sín áfram sem ég held að meirihluti þjóðarinnar vilji. Hugmyndir Skúla er bara löng og óþarfa leið og algjörlega siðblind að auki. Hér skrifar greinilega maður sem upplifir sig sem kröfuhafa

að verjast sanngjörnum og heiðarlegum kröfum skuldara en þorir ekki annað en að reyna að sýna lit. Er þetta verkalýðsarmur Samfylkingarinnar ehf ?? Fær Andrésína kannski hugmyndir sínar frá Skúla ??


mbl.is Er lausnin fólgin í fasteignafélögum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr

mbl (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:05

2 identicon

Þú verður að stilla þig um að uppnefna fólk ef þú vilt að fólk taki mark á málflutningnum. Ertu sem sagt að meina að þjófagengi hafi haft af almenningi aleiguna og því eigi einfaldlega að endurreikna höfuðstól lánanna miðað við tiltekna dagsetningu? Sem sagt almenn niðurfelling? 

Bóbó blaðberi (eða Búri) (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:21

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Eg er að tala um að lántakar sitji í sömu stöðu og þeir voru í janúar 2008 þ.e.

uppreiknuð staða lána. Hugmyndir Skúla ganga út á að eignirnar verði keyptar af

fólki á nauðungaruppboði ( á miklu lægra verði  en á þeim hvílir) en það fái að verða leigjendur með sömu greiðslubyrði og fyrir hrun. Nema nú á það að greiða til

fasteignafélags sem fékk eignirnar skuldminni.Það á de facto að veita fasteignafélögunum afslátt sem verður  skilinn eftir hjá upphaflegum kaupendum.  

Einar Guðjónsson, 6.9.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband