Endalausar sporslur

Það væri nú gott ef t.d. leikskólakennarar gætu bætt svona sporslum ofan á sitt kaup.Allt er þetta

merkilegt en alþingismenn eru eina fólkið sem fá ´´ endurgreiddan kostnað sem hlýst af

störfum þeirra´´. Þetta gefur auðvitað færi á að fá ansi mikið greitt ofan á kaupið . Þarna nefnir Karl heldur ekki greiðslur til að kaupa gjafir á kostnað þingsins og heldur ekki greiðslur til að halda aðstoðarmenn. Reglur um greiðslur ´´ ofan á kaupið´´ mættu vera enn skýrari.Ferðakostnaðarsporslur mættu vera enn skýrari.

Þá má líka spyrja sig hvort þeir fái ekki endurgreiddar verðbætur á lánin sín en hrunið er auðvitað kostnaður sem hlýst af störfum þingmanna. 


mbl.is Kostnaðargreiðslur bætast við kaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ansi vænn slatti af aukagreiðslum, einkum og sér í lagi landsbyggðarþingmannanna, sem þess utan þurfa nú ekki nema hálft atkvæði sumir á móti tveimur í Kraganum. Skil ekki hversvegna við skattgreiðendur þurfum að borga þeim húsnæðiskostnaða á tveimur stöðum, t.d. eins og Jón Bjarnason, ráðherra, sem er með íbúð á Blönduósi til að geta átt þar lögheimili, en býr svo að sjálfsögðu aðallega hér fyrir sunnan.

Nöldurseggur (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:28

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Pælingin er einfaldlega sú að fólk sem kosið er til Alþingis eigi ekki að skaðast vegna þeirra starfa.  Alþingi er í eðli sínu "tímabundin ráðning" og lýðræðislega mikilvægt að allir geta boðið sig fram, hvort sem þeir eru eignafólk eða aðrir.  Í lok kjörtímabils áttu að geta farið aftur heim til þín, hvar sem þú býrð, og haldið áfram að vera til.  Í lögum um opinbera starfsmenn (frekar en kjarasamningum) áttu til dæmis heimtingu á gamla starfinu þínu eftir að þingsetu þinni líkur ef þú ert starfsmaður hjá ríkinu.  Þú átt ekki að vera verr settur en áður en þú fórst á þing.

Í flestum störfum greiðir vinnuveitandi kostnað sem hlýst af störfum manna s.s. síma (sé farið fram á að viðkomandi noti hann í þágu vinnuveitanda), ferðalög (séu þau farin vegna starfsins), kostnað vegna bíls eða tölvu sé það notað í tengslum við vinnuna o.s.frv.  Þetta er skýrt tekið fram í flestum kjarasamningum auk þess sem þeir sem þurfa að gista fjarri heimilum sínum eða inna af hendi starf sitt annars staðar en á vinnustaðnum eigi að fá greidda gistingu, ferðakostnað o.þ.h.  Mér finnst mjög jákvætt að það skuli vera hámark á þessum kostnaði.  Það kemur í veg fyrir einhverja vitleysu í þessum efnum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.5.2009 kl. 15:01

3 identicon

Þú fyrirgefur Sigurður, en þessi ræða um hvernig þessar sporslur eru tilkomnar hljómar bara ekki sannfærandi í mínum eyrum.  Einhvern tíma hefur þetta kannski átt rétt á sér en staðreyndin er sú, að langflestir þingmenn misnota þetta.  Landsbyggðarþingmenn flytja ekki margir "heim" aftur, flestir þeirra setjast að í höfuðborginni og þiggja sporslur fyrir.  Fá meira að segja greiðslur fyrir að halda tvö heimili.

Í fréttaskýringunni um símagreiðslur er hvergi tekið fram að þak sé á kostnaði.  Einungis að þingmenn séu "hvattir til að gæta aðhalds" og að þeir fái bréf ef þeir fara yfir 40.000 kr. á einum reikningi.  Jafnframt að þeim sé í sjálfsvald sett hvort þeir greiði þá hluta reikningsins, þrátt fyrir að vera áminntir með þessum hætti.  Ekki veit ég um mörg fyrirtæki sem myndu kyngja því að greiða 40.000 króna símreikning fyrir einn starfsmann.

Kostnaðargreiðslan - tekið er fram að "langflestir velja að fá fasta greiðslu í hverjum mánuði, 66.400 kr." en það þýðir að þeir þurfa ekki að framvísa kvittunum.  Hmmm, hvers vegna skyldi það nú vera?  Kannski vegna þess að þeir eru að öllu jöfnu EKKI með kostnað upp á þessa tölu, og geta ekki skaffað kvittanir fyrir því!  En best að hirða þessa föstu greiðslu samt sem áður.

Mikið ofboðslega er maður orðinn þreyttur á þessari viðbjóðslegu græðgi sem tröllríður öllu í þessu þjóðfélagi.  Og vinstri flokkarnir eru þar síst skárri en aðrir.

Whatsername (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 18:49

4 identicon

Af hverju eiga þingmenn að vera illa launaðir ? 

Mér finnst vanta rök fyrir því. 

Ef við erum með þetta starf illa launað þá fáum við ekkert nema liðleskjur til að sitja á þingi.  (Kannski verri en nú eru ef mönnum er þægð í því) 

Mér finnst menn eigi að líta í kring um sig og skoða hvað forstjórar hinna ýmsu fyrirtækja eru með. 

Útgerðarmenn.  Enginn minnist á að heilu kvótafjölskyldurnar aka um á milljóna jeppumm.  Börnin á vélsleðum og fjórjólum og fá svo íbúðir í fermingargjafir.

Leitið þessa menn uppi og hættið að tala um spillingu þó ein og einn þingmaður tali í gemsa jafn mikið og venjulegur íslenskur unglingur.

Launakjör þingmanna eru ekki spilling.  Hún liggur annars staðar.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 19:50

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er tímabundið starf og á AÐ VERA LÖGGJAFARSTARF en er því miður misnotað

til framkvæmdavaldsstarfa. 520.000. kr er ágætt kaup og það finnst mér að eigi að duga ásamt 300.000. kr símakostnaði á ári. Þá geta þeir í gegnum nefndir kallað eftir  sérfræðiálitum. Ef að menn lækka í kaupi þá eiga þeir að líta til vinnunnar.Ef menn eru  að sækjast eftir ´´ starfi´´ þá eiga þeir ekki að sækjast eftir kjöri til alþingis. Kjör og seta á Alþingi á að vera tímabundin vera að hámarki til 8 ára.

Einar Guðjónsson, 18.5.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Whatsername, það eru mörg fyrirtæki að greiða hærri en 40.000 kr. símreikninga fyrir sína starfsmenn svo lengi sem það tengist starfinu.  Þeir eru ekki heldur að fá 66 þúsund í vasann heldur dregast af því skattur þannig að líklega eru þeir að fá um 40 þúsund í vasann.  Sú upphæð yfir kjörtímabilið er tæpast að ná að greiða t.d. kostnað við prófkjör þannig að ég efast ekki um að þessi upphæð fari að langmestu leyti í kostnað hjá þessu fólki.

Ég tek undir með Jóni.  Launakannanir sína að 520.000 kr. eru ca. meðallaun sérfræðinga, t.d. á sviði viðskiptafræði, lögfræði og verkfræði.  Margir, t.d. endurskoðendur, eru töluvert hærri en þetta.  Læknar líka en þeir vinna líka á fáránlegum tímum.

Einar talaði um að ef menn væru að leita sér að starfi þá ættu þeir ekki að sækjast eftir kjöri.  Það er gott og blessað.  Hins vegar er það ekki spennandi fyrir einhvern sem t.d. er á milljón á mánuði og er yfirmaður í einhverju fyrirtæki vegna þess að hann/hún hefur unnið sig upp og er dugleg(ur), að koma til fjölskyldunnar og segjast vilja fara á þing.  Hvað kostar það?  Sex milljónir á ári (hann lækkar um 500.000 kr. á mánuði x 12), hann þarf að eyða fullt af eigin peningum í prófkjör til að komast þangað, hann verður skotspónn fjölmiðla og bloggara um allt land, börnin hans heyra alls kyns skot á hann í skólanum o.s.frv.

Niðurstaðan er enda sú að ef þið lítið yfir þingmannahópinn í gegnum tíðina þá er þetta í yfirgnæfandi tilfellum fólk sem var á lægri launum en þingfarakaupi áður en það settist á þing.  Það eru vissulega undantekningar á því en mikill meirihluti fellur undir þessa skilgreiningu.  Mjög margir eru ríkisstarfsmenn (kennarar, skólastjórar, prestar, heilbrigðisstarfsfólk, fulltrúar einhvers staðar o.s.frv.) og aðrir ungt félagsmálafólk sem hafa verið forsetar nemendafélaga í öllum skólum sem þau hafa verið í.

Hvernig getum við gert þetta starf sem mest aðlaðandi þannig að við fáum sem best fólk til að taka það að sér?  Það er stóra spurningin.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 19.5.2009 kl. 10:15

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sigurður það er ekkert fyrirtæki að greiða 60.000. kr á mánuði í símakostnað fyrir starfsmann NEMA ÞAÐ KOMI ÞVÍ út í verðið og ekkert fyrirtæki í samkeppnisrekstri gerir það. Aðeins fyrirtæki sem geta komið greiðslunni  yfir á skattgreiðendur eða þvingunarkaupendur ( þar sem er engin samkeppni og hið opinbera blessar fákeppnina ). Almennt

gera einkafyrirtæki samning upp á tiltekna þjónustu: starfsmenn hringja frítt sín á milli.

Það má vel velja þingmenn með tölvu eða kjósa eins og í hreppsnefnd þar sem allir eru í kjöri.Þá má veita ríkisframlög til

frambjóðenda og takmarka auglýsingakostnað. Þjóðþingið á að mínu viti að endurspegla alla hagsmuni þjóðfélagsins.Reyndin er hinsvegar sú að þingið er andsetið sveitarstjóradurgum ( 20 ) og fjölmiðlamönnum ( 15 ).Aðrir

þingmenn eru nær undantekningalaust fyrrum starfsmenn flokkanna,aðstoðarmenn ráðherra etc. Semsagt the usual suspects eða fyrrum starfsmenn þingsins í gegnum flokkana. Man ekki í svipinn eftir nema þingmönnum Borgarahreyfingarinnar sem hafa öðruvísi prófíl og hugsanlega Bjarni Ben og Birgir Ármannsson en þeir eru þá lögfræðingar ( sem var gamla uppskriftin ). Starfið á að vera löggjafarstarf og tímabundið og þangað eiga menn að koma af ''raunverulegum'' starfsvettvangi: sölumenn, innflytjendur, rithöfundar, kennarar, póstar, verkamenn, milljón krónu ríkis forstjórar etc. Þetta á ekki að vera framgangur í starfi fyrir sveitarstjóradurginn en ég vil meina að sú aðferð hafi skilað okkur ábyrgðarlausu þjóðþingi þar sem öllu er grautað saman: framkvæmdavaldinu, löggjafarvaldinu

framlögum til sveitarfélaga etc. Allt of rík hagsmunatengsl hafa verið á milli sveitarstjóradurgsins sem keyrir bæjarfélagið í þrot en er svo kosinn á Alþingi þar sem hann sest í fjárlaganefnd og byrjar að dæla peningum í sveitarfélögin.

Einar Guðjónsson, 19.5.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband