Dónaskapur og engir mannasiðir

Þegar kerfisvindlið komst upp og íslensku bankarnir féllu, já og ríkisstjórnin þá varð til stærri vandi en

þá komst upp um óhreinlyndi íslenskrar stjórnsýslu og eftirlits og óhreinlyndi íslenskra yfirvalda.Engin sagði neinum neitt og engin gerði neitt nema ekki neitt.Stjórmálamennirnir héldu að erlendir aðilar sem stolið hafði verið frá myndu bara gefast upp fyrir spillingunni eins og íslenskur almenningur hefur

löngum orðið að gera. Því er sem betur fer ekki svo farið en vandinn er áfram óleystur.Kröfuhafar hafa

ekki hugmynd um hvert á að snúa sér og þegar þeir snúa sér til gamla bankans þá    er vísað á nýja

bankann eða FME.Þegar þeir loksins ná sambandi þá er sagt að þetta sé ekki svona heldur hinseiginn. Á endanum gefast þeir upp en það þýðir jafnframt að útlendir peningar koma ekki hingað næstu áratugi eða

a.m.k. næstu fjögur árin.Kannski ekki fyrr en eftir 100 ár .Setjið ykkur í spor útlendra fjárfesta t.d. bandarískra lífeyrissjóða. Af hverju

eiga þeir að lána peninga hingað til að byggja virkjun eða álver ?? Afþví hér er ekkert eftirlit ?? afþví hér er engin lögregla ?? Af því stjórnsýslan svarar engum bréfum ? Nei, auðvitað lána þeir sína peninga bara til öruggra landa.Þeir lána til framkvæmda í Noregi eða Múrmansk en þeir koma ekki hingað og ég er viss um að íslensk stjórnvöld verða að kaupa bankaábyrgð ÁÐUR en einhver treystir sér til að fara að vinna olíu upp úr drekasvæðinu ef hún finnst þar á annað borð 


mbl.is Skýrsla ekki birt en forsendur skýrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað sem líður öllu tali um gegnsæi er ég ekki viss um að rétt sé að birta svona viðkvæmar upplýsingar a.m.k. ekki áður en kröfuhafar sjá þær. Hvert prósentustig sem eignir upp í skuldir þjóðarbúsins lækka er tugir milljarðar. Margir hrægammar bíða og vilja fá Ísland á brunaútsölu.

Hinsvegar hef ég grun um að yfirvöld hafi frestað uppgjörinu viljandi fram yfir kosningar og jafnvel að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi þar haft hönd í bagga.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 00:23

2 identicon

Bankarnir eru gjaldþrota og ef um þá hefðu gilt almennar leikreglur þá væru upplýsingarnar opinberar kröfuhöfum og öllum sem teldu sig eiga hagsmuni af niðurstöðunni. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið af Grími og Jóhönnu skv. kröfu AGS

að almenningur í landinu borgi.Þannig að meirihlutinn sem þau fá verður túlkaður sem meirihlutaákvörðun fyrir því að aðilar ótengdir gjaldþrotinu borgi skuldir óreiðumanna.Því miður.

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 851

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband