Aftur löggæsla í Reykjavík

Allt lögreglulið Reykjavíkur hefur í morgun verið við '' innheimtustörf'' fyrir lögmannsstofu banka í Reykjavík. Þá hafa einnig komið að aðgerðinni starfsmenn handrukkarastjórnstöðvar sem í daglegu tali eru kallaðir sýslumenn.Þessi vinna lögreglunnar hefur örugglega kostað ríkissjóð um 7 milljónir að lágmarki. Innheimtustarf þetta er skv. fyrirmælum innanríkisráðherrans enda þótt ráðherrabílinn hafi ekki verið einn hinna 7. lögreglubíla sem komu að aðgerðum.Aðgerðin og leitin að heimilisfólkinu tókst í alla staði eins og lögmannastofan fór fram á. Á meðan á þessu stóð þurftu skólastjórar í tveimur skólum á höfuðborgarsvæðinu að elta og leita uppi '' meintan'' mann sem gerði tilraun til barnaníðs við skólana.Barnaskólar hafa sem kunnugt er ekki aðgang að beina síma lögreglunnar eins og hinn ríkisstyrkti innheimtuiðnaður.Þá eiga þeir engan rétt á að fá lögregluna til að vinna fyrir sig eins og lögfræðingarnir þarna.Er þetta bagalegt því ég veit af tveimur skólum sem gjarnan hefðu viljað fá 20 lögreglumenn til að hreinsa skólalóðina fyrir skólasetningu. Lögreglustjórinn í Reykjavík tjáði þeim að hann mætti ekki setja lögreglumenn í garðhreinsun jafnvel þó hann væri gamall nemandi sjálfur. Öðru máli hefði gengt ef þeir hefðu leyfi til að starfa sem innheimtufyrirtæki.
mbl.is Aðgerðum lokið við Breiðagerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þarna fær ríkisstjórnin enn eina rós í hnappagatið. Hvar er hún nú, þessi skjaldborg um heimilin í landinu ?

Er þetta "skjaldborgin um heimilin", að hópur lögreglumanna sé látinn slá skjaldborg í kringum eina íbúð í þeim tilgangi að reka ofurskuldsett fólkið út úr íbúðinni, og út á gaddinn ? Hvað kemur næst, ... ?

Tryggvi Helgason, 31.8.2011 kl. 13:58

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

Sennilega mun Ríkisstjórnin setja sérsveitina með alvæpni í næstu innheimtuaðgerðum svo að þetta taki styttri tíma

Magnús Ágústsson, 31.8.2011 kl. 14:00

3 identicon

much?

Bitur (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband