Milliliðirnir kvarta

Sveitarstjóradólgur númer eitt grenjar hér í fréttinni og vill standa vörð um sveitarstjóra og borgarstjórastigið í landinu. Stig sem ranglega er kallað sveitarstjórnarstig en er í raun stig um óþarfa milliliði sem standa á beit í almannasjóðum borgaranna. Dólgarnir hafa t.d. raðað í kringum sig batteríi sem kallast '' Samband íslenskra sveitarfélaga'' sem er svona vinnuveitendasamband bæjarstjóra og með 25 starfsmenn og launaðan '' formann''. Ísland er smáríki á stærð við Mónakó og það tekur ekki langan tíma að keyra hringinn í kringum landið og allar stærðir eru hér litlar og því er þetta millistig algjörlega óþarft. Dólgarnir eru svona náungar sem éta sjálfir almannasjóðina undir því yfirskyni að þeir séu með því að færa þjónustuna '' nær'' borgurunum. Það er auðvitað fjarri öllum sanni. Það eina sem þessir milliliðir gera er að taka skattfé frá ríkinu-klípa duglega af því- og skila svo mismuninum í skólastarfið sem er allstaðar svellt. Þá hafa þeir örlítið niðurgreitt starfsemi leikskóla með útsvarstekjum og tekjum af fasteignagjöldum en má segja að það sé meira gert til að skapa tilgang fyrir sveitarstjóradólgana og vegna kröfu frá skattgreiðendum í barneignum.  Leikskólar eru ekki bara reknir af sveitarstjóradólgum í '' einkaframkvæmd'' heldur líka af einstaklingum og hópum. Svo getur vel orðið áfram en þá er handhægast að gera það með beinu framlagi en ekki í gegnum milliliði eins og nú tíðkast. Milliliði eins og Halldór sem taka '' feitt'' . Leggjum því niður sveitarstjórastigið og bætum þannig gæði leikskólanna og kaup leikskólakennara.
mbl.is Tekjuaukning eða niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Einar.  Þetta er ljóta ruglið í þér maður. 

Sveitastjórnir eru að vinna að málum hvers sveitarfélags og rekað það sem hvert annað fyrirtæki.  Öll mannvirki sem tilheyra skólum eru á könnu sveitarfélaga og einnig laun þeirra sem þar vinna.  Sama á við um allar gangstéttir, gatnagerð, holræsi og vatnslagnir.  Þetta er bara lítill hluti af amstri sveitarsjórnarmanna.  Það mundir þú komast að ef snefill af sanngirni væri til í fórum þínum.

Tekjum er hins vegar misjafnt skipt milli ríkis og bæja.  Stöðugt hafa komið loforð um að með sameiningu fylgi fjarmagn og ef tekin eru yfir verkefni eins og skólar og verkefni fatlaðra, fylgi sá fjármálaböggull sem áður var hjá ríkinumeð í kaupunum.  Það er allt svikið.  Skólarnir voru ekki fyrr komnir á herðar sveitastjórna þegar ríkið samþykkti lög um að skólarnir skyldu einsetnir, það kostaði sveitarfélögin stórfé, án þess að þau fengu tekjustofn á móti.  En þetta skilur þú örugglega ekki.

Tekjuskiptingin eru í einu alsherjar rugli.  Á Austurlandi eru útflutningstekjur landsins um 22% tekna þjóðarbúsins.  Einungis búa þar um 12000 manns, eða um 4% þjóðarinnar.  Lítið brot af þessum tekjunum verða eftir í kjördæminu.

Krafan er því: Skipta þarf jafnt í öllu, ekki einungis því sem hentar sunnlendingum.  Skattar og skyldur verði eftir krónutölureglu og allir borgi jafnt í sameiginlegan sjóð.  Sveitarfélög innheimti alla skatta og greiði síðan í ríkissjóð eftir höfðatölureglu óháð stöðu einstaklings og aldri.

Gangi þetta eftir er ekkert mál að reka sveitarfélögin í landinu.

Benedikt V. Warén, 21.8.2011 kl. 21:41

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sveitarfélög eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Þau eru rekin með greiðslum sem borgararnir eru þvingaðir til að greiða og kallast skattur.

Grunnskólarnir eru kostaðir af ríkinu og skv. lögum borgar ríkið rekstraraðilum fyrir að reka skólana. Að mínu viti á ríkið líka að reka grunnskólana eins og það gerði um langan aldur og gekk bara ágætlega. Lögin sem fólu sveitarstjóradólgunum einkarétt á að reka grunnskóla voru samin af þeim og fyrir þá og með fyrirvara um samþykki þeirra.

Eina stjórnsýslustigið í landinu á að vera ríkið og það á að rukka skatta eitt enda ódýrast fyrir alla. Síðan á löggjafin að skuldbinda framlög til vegamála í bæjum og sveitum, setja lög um lýsingu á vegum og fela það t.d rafveitum. Vegagerðin á að viðhalda og bæta vegum. Skipulag ríkisins á að skipuleggja. Við þetta myndu skattar lækka mikið en enginn breyting verða á þjónustu.

Enginn vildi flytja grunnskólana til sveitarfélagana, ekki nemendurnir, ekki kennararnir og ekki foreldrarnir en þeir sem það vildu voru sveitarstjóradólgarnir og engir aðrir ( jú og svo fyrrverandi sveitarstjóradólgar sem fengu framgang í starfi og urðu Alþingismenn.

Einar Guðjónsson, 22.8.2011 kl. 00:37

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Einar. 

Ég sé að þú skilur ekki út á hvað sveitastjórnastigið gengur né hvernig það vinnur fyrir þig. 

Kynntu þér málið öfgalaust.

Benedikt V. Warén, 22.8.2011 kl. 17:15

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sveitarstjórastigið er ekki að gera neitt en hinsvegar er fólk á launum t.d. hjá hreppum og sveitum við að sinna vatnslögnum og gangstéttum en það getur vel fengið sendan tékkann frá ríkinu.

Varðandi skatthugmyndir þínar þá kann vel að vera að 22%  útflutningstekna komi þaðan en íbúarnir fái það ekki allt en það er næsta víst að Austurland fær meira en 4% af skatttekjum Íslands. Er ekki málið bara að Austurland lýsi yfir sjálfstæði.

Einar Guðjónsson, 22.8.2011 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 876

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband